Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 107
Vísindi og skáldskapur Ef vísindin væru aðeins staðfesting á eilífum skynsemislögmálum, þá væri nóg fyrir heimspekinginn að spyrja um niðurstöður vísindamannsins og ein- kenni þeirra. En vísindi nútímans verða ekki skilin út frá niðurstöðum þeirra, heldur tilurð niðurstaðnanna. Og þess vegna segir Bachelard við vís- indamanninn: Segið mér ekki hvað þér hugsið, þegar þér gangið út úr rann- sóknarstofunni, heldur hvað þér voruð að hugsa er þér genguð þangað inn; segið mér um fálm yðar, óljósar hugmyndir, óstaðfestar sannfæringar og lilgátur. Já, segið mér frá mistökum yðar, misheppnuðum tilraunum og vonbrigðum. Saga vísindanna síðustu 300 árin er ágætt dæmi um það fálm sem nútíma vísindaleg hugsun hefur þróast af, og þess vegna lýsir Bachelard þessari þróun. Til að mynda nefnir hann þær breytingar, sem orðið hafa á hugtakinu massi: I frumstæðri hugsun merkir massi einfaldlega eitthvað sem tekur rúm. En smásaman varð mönnum ljóst, að það sem hefur ákveðna stærð, er ekki endilega það sem hefur mest gildi. Þá fór hugtakið massi að tákna auð: það sem menn eiga er virði einhvers massa. Newton varð fyrstur manna til að gera massann að vísindalegu hugtaki; hann notaði massa við skilgreiningu á hugtökunum kraftur og hraðaaukning.1 Massinn var því ekki lengur hlutur, heldur táknaði hann aflfræðilegan þátt. í afstæðiskenningu Einsteins breytist massahugtakið enn á ný: hugmyndin um að eitthvað sé í algerri hvíld hefur enga merkingu lengur, né heldur hugmyndin um hinn óbreytanlega massa. En samkvæmt afstæðiskenningunni getur massi breyst í orku og öfugt, og er því á vissan hátt ekki aðgreinanlegur frá orku.2 Síðasti þáttur þessarar þróunar gerist í aflfræði Diracs. Hann talar bæði um jákvæðan og neikvæð- an massa; en hugmyndin um neikvæðan massa var fráleit talin, ekki ein- göngu samkvæmt sígildri eðlisfræði, heldur einnig frá sjónarhóli afstæðis- kenningarinnar. Nú hefur skammtafræðin staðfest hugmyndir Diracs.3 1 Lögmál Newtons er: F = ma; þar sem a er hraðaaukning og F er kraftur, sem venjulega má rekja til ákv. ytri áhrifa. Þessa jöfnu má taka sem skilgreiningu á tregðu- massa; m lýsir tregðu hlutarins gagnvart ytri áhrifum. í klassískri aflfræði er massi hlut- ar fasti (constant). Þýð. 2 I afstæðiskenningunni kemur fram að massinn er háður hraða hlutarins miðað við athugandann og stefnir á óendanlegt þegar hraðinn nálgast ljóshraðann. Og samkvæmt hinni frægu jöfnu Einsteins, E = mc2, fæst orka með því að margfalda massann með tvíveldi Ijóshraðans. Þar sem Ijóshraðinn er mjög mikill (300 000 km/sek.) þarf mjög litla massabreytingu skv. jöfnunni til að mikil orka myndist. Þýð. 3 Hér mun átt við kenningu Diracs um andeind (antiparticle) rafeindar, sem nefnd hefur verið jáeind (positron). Þýð. 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.