Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar
honum mislíkaði. Ef óhapp henti síðan þann sem hafði neitað um ölmusuna,
þá þurfti ekki frekar vitnanna við. Þessi samvizkusýki varð oft og tíðum
ástœða fyrir galdraákæru, en sú sanna ástæða var dulvitað lénskt siðgæðis-
mat, sem hæfði ekki lengur hagkerfinu.
Tvískinnungur siðafálmsins átti drjúgan þátt í galdratrúnni. Trúin á galdra
var stundum útfærsla samvizkusýkinnar í afskræmdri mynd í garð þeirra,
sem ollu samvizkubitinu. Flutningi eigin sektarkenndar á þann, sem beittur
var rangindum, varð að fylgja gróf afskræming til að hrífa. ÞaS tók sumar
EvrópuþjóSir tvær aldir að losna við samvizkubitið í þessu formi, eða svo
lengi sem eymdi eftir af miSaldamóralnum.
Galdraofsóknirnar gátu stundum verið sálræn nauð'syn framfarasinnaðs
hagkerfis, svo að hægt væri að brjóta niður afturhaldsöm tengsl við miðalda-
siðgæSið, en það hlaut alltaf að vera liinu nýja hagkerfi fjötur um fót.
Menn voru að ofsækja fornl dulvitað siSgæðismat í eigin barmi, voru að leit-
ast við að brjóta það niður með sem róttækustum aðferSum, meðan það
hamlaði aðlögun að nýju mati.
Samhyggja miðalda var þverstæð einstaklingshyggju nýju aldar. Samhald-
semi og nýtni fylgdi nýja hagkerfinu, nágrannakærleiki fór eftir efnum og
ástæðum, en var ekki siðræn kvöð. Galdraáburður gat verið mönnum skálka-
skjól til þess aS komast hjá því að sýna óverðugum nágrannakærleika og gat
losað samfélagið við óþarfa þyngsli. Menn gátu fundið ástæðuna fyrir lítt
skiljanlegum efnahagslegum óhöppuin og veikindum í ímynduðum illvilja
nornarinnar. Fyrrum var venja að kenna slíkt illum öflum, sem kirkjan hafði
í fullu tré við. Krossaburður, djöfla-útrekstur, fyrirbænir og áheit á helga
menn voru venjulegustu viðbrögð gegn óhöppum og plágum. Hvíti galdur
kirkjunnar var máttugur í augum miðaldamannsins, en á síðari hluta mið-
alda varð margt til þess að veikja þá trú, og menn tóku þá að leita ástæðn-
anna fyrir plágum sínum meðal nágranna eða illviljaðra samborgara. Þetta
fór í vöxt eftir að galdratrúar-sálsýkin var réttlætt með páfabréfum og
Nornahamrinum. Þetta ágerðist eftir siðaskiptin, þegar menn gátu ekki leng-
ur leitað sér verndar hjá kunnuglegum dýrlingum í löndum mótmælenda.
Árátta mannanna að kenna öðrum um ófarir sínar og klaufaskap hefur
fylgt mannkyninu frá upphafi og á 16. og 17. öld höfðu menn galdranornina
til blóra. ÞaS var auðvelt að skella skuldinni af eigin ófarnaði og óhöppum á
fólk, sem var utangarðs og átti fáa formælendur og gat vel verið á snærum
þess Vonda. Enda kom það oft á daginn, að þessir blórabögglar urðu uppvís-
ir að ófarnaði sómakærra nágranna, þegar tekið var að grennslast nánar um
214