Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 11
Tvenn þáttaskil
stéttarbræður sína í barnalækningum til þess að skoða sérhvert nýfætt barn
sem sjúkling, þangað til hægt væri að gefa því vottorð um að það væri heil-
brigt. Spítalafædd, efnablöndualin og fúkkalyfjatroðin ungbörn vaxa þann-
ig og verða að fullorðnu fólki, sem tekst að lifa af loftið, matinn og doðann
í stórborgunum og ala upp, hvað sem það kostar, nýja kynslóð, sem verður
jafnvel enn háðari læknavísindunum.
Skrifstofufjötruð læknavísindi hafa orðið ofan á í öllum löndum. En árið
1968, eftir 20 ára stjórnarferil Maós formanns, varð læknadeild háskólans
í Shanghai að viðurkenna, að það, sem þar væri gert, væri að útskrifa „svo-
kallaða fyrstaflokks lækna .. . sem láta sig líf fimm milljóna bænda engu
skipta og sinna aðeins fámennum hóp í borgunum .. . Þeir stofna til mikils
kostnaðar með tilraunastofuvinnu . .. gefa óþörf fúkkalyf í allt of miklu
magni .. . og hafi þeir hvorki sjúkrahús né tilraunastofu, verða þeir að láta
sér nægja að útskýra sjúkdómana fyrir fólki, sem ekkert varðar um slíkar
útskýringar og þeir geta ekkert gert fyrir.“ í Kína var því gerð meiri háttar
umbylting á þessum stofnunum. Nú í dag getur þessi sama deild greint frá
því, að heil milljón heilsuliða hafi náð viðunandi hæfni. Heilsuliðar þessir
eru leikmenn, sem hafa sótt námskeið, þegar mannþörf var með minna móti
í landbúnaðinum, byrjað á því að kryfja svín, lært síðan venjulegustu til-
raunastofuvinnu, frumatriði í sýklafræði, sjúkdómafræði, meðferð sjúklinga
og nálstungur og haldið síðan áfram sem aðstoðarmenn lækna eða útskrif-
aðra starfsbræðra sinna. Þessir svokölluðu „berfættu læknar“ eru áfram á
vinnustað sínum, en geta farið þaðan, þegar starfsbræður þeirra þarfnast
aðstoðar. Þeim er skylt að annast hreinlætisaðgerðir, uppfræðslu í heilbrigð-
ismálum, bólusetningar, hjálp í viðlögum, endurhæfingu, fæðingahjálp,
getnaðarvarnir og fræðslu um fóstureyðingar. Tíu árum eftir viðurkenningu
sína á hinum síðari þáttaskilum í vestrænum læknavísindum hyggjast Kín-
verjar eiga á að skipa einum heilsuliða á hvert hundrað ibúa. Kína hefur
þannig sýnt fram á, að hægt er að umbylta fastgrónum hefðum. Eftir er
að sjá, hvort þetta afnám hefðbundinnar embættismannastéttar á sér fram-
tíð í skugga hugmyndafræði, sem gerir ráð fyrir ótakmörkuðum framför-
um - og í baráttu við hugmyndir lækna af gamla skólanum, sem helzt
vildu vita af þessum berfættu starfsbræðrum sínum í neðsta þrepi metorða-
stiga læknavísindanna.
Á sjöunda áratug aldarinnar óx óánægja manna með læknaþjónustu í
réttu hlutfalli við kostnaðinn, sem hún hafði í för með sér. Auðugir út-
lendingar flykktust til læknamiðstöðvanna í Boston, Houston og Denver
137