Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 11
Tvenn þáttaskil stéttarbræður sína í barnalækningum til þess að skoða sérhvert nýfætt barn sem sjúkling, þangað til hægt væri að gefa því vottorð um að það væri heil- brigt. Spítalafædd, efnablöndualin og fúkkalyfjatroðin ungbörn vaxa þann- ig og verða að fullorðnu fólki, sem tekst að lifa af loftið, matinn og doðann í stórborgunum og ala upp, hvað sem það kostar, nýja kynslóð, sem verður jafnvel enn háðari læknavísindunum. Skrifstofufjötruð læknavísindi hafa orðið ofan á í öllum löndum. En árið 1968, eftir 20 ára stjórnarferil Maós formanns, varð læknadeild háskólans í Shanghai að viðurkenna, að það, sem þar væri gert, væri að útskrifa „svo- kallaða fyrstaflokks lækna .. . sem láta sig líf fimm milljóna bænda engu skipta og sinna aðeins fámennum hóp í borgunum .. . Þeir stofna til mikils kostnaðar með tilraunastofuvinnu . .. gefa óþörf fúkkalyf í allt of miklu magni .. . og hafi þeir hvorki sjúkrahús né tilraunastofu, verða þeir að láta sér nægja að útskýra sjúkdómana fyrir fólki, sem ekkert varðar um slíkar útskýringar og þeir geta ekkert gert fyrir.“ í Kína var því gerð meiri háttar umbylting á þessum stofnunum. Nú í dag getur þessi sama deild greint frá því, að heil milljón heilsuliða hafi náð viðunandi hæfni. Heilsuliðar þessir eru leikmenn, sem hafa sótt námskeið, þegar mannþörf var með minna móti í landbúnaðinum, byrjað á því að kryfja svín, lært síðan venjulegustu til- raunastofuvinnu, frumatriði í sýklafræði, sjúkdómafræði, meðferð sjúklinga og nálstungur og haldið síðan áfram sem aðstoðarmenn lækna eða útskrif- aðra starfsbræðra sinna. Þessir svokölluðu „berfættu læknar“ eru áfram á vinnustað sínum, en geta farið þaðan, þegar starfsbræður þeirra þarfnast aðstoðar. Þeim er skylt að annast hreinlætisaðgerðir, uppfræðslu í heilbrigð- ismálum, bólusetningar, hjálp í viðlögum, endurhæfingu, fæðingahjálp, getnaðarvarnir og fræðslu um fóstureyðingar. Tíu árum eftir viðurkenningu sína á hinum síðari þáttaskilum í vestrænum læknavísindum hyggjast Kín- verjar eiga á að skipa einum heilsuliða á hvert hundrað ibúa. Kína hefur þannig sýnt fram á, að hægt er að umbylta fastgrónum hefðum. Eftir er að sjá, hvort þetta afnám hefðbundinnar embættismannastéttar á sér fram- tíð í skugga hugmyndafræði, sem gerir ráð fyrir ótakmörkuðum framför- um - og í baráttu við hugmyndir lækna af gamla skólanum, sem helzt vildu vita af þessum berfættu starfsbræðrum sínum í neðsta þrepi metorða- stiga læknavísindanna. Á sjöunda áratug aldarinnar óx óánægja manna með læknaþjónustu í réttu hlutfalli við kostnaðinn, sem hún hafði í för með sér. Auðugir út- lendingar flykktust til læknamiðstöðvanna í Boston, Houston og Denver 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.