Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 124
Tímarit Máls og menningar
óhamingjan, fellur í hlut manna. Menn eru gæfumenn, eða þeir eru ógæfu-
menn. Það er reginmunur milli þessa hugsunarháttar og hamingju-hugtaks
Ágústínusar, einsog Hermann lýsir því. Hjá Ágústínusi er þetta af allt öðr-
um toga spunnið, úr allt öðru hugmyndakerfi.
í lok greinar sinnar heldur Hermann því fram, að menn eigi við rannsókn-
ir á siðfræði sagnanna að gera sér „ljósa grein fyrir hugmyndum 12. aldar
um mannlega hegðun“ (86). Þetta er heilbrigð vísindaregla, sem allir ættu
að geta fallist á. Hitt er satt, við verðum fyrst og fremst að rannsaka sögurn-
ar í ljósi sjálfra þeirra, í ljósi þeirra skoðana, sem menn og athurðir bera
sjálfir vott um. Við verðum að varast að þröngva upp á sögurnar hugmynd-
um og siðspeki, sem eru þeim framandi og torvelda frekar en auðvelda okk-
ur skilning á þessum ritum.
Hermann segir ennfremur: „Skilningur Islendingasagna á mannlegum
hvötum og tilfinningum getur ekki verið forn arfur úr norrænni heiðni, held-
ur er hann sóttur í lærdómsrit, sem berast hingað með klausturmönnum og
öðrum“ (86). Enginn neitar því, að höfundar sagnanna hafi margir hverjir
verið lærðir menn og vel lesnir í samtímabókmenntum Evrópu. En staðhæf-
ing Hermanns hér er sama og að halda því fram, að raunverulegur skilningur
á mannlegum hvötum hafi verið óþekkt fyrirbrigði með norrænum mönnum,
áður en kristileg lærdómsrit komu hér til sögunnar. Mikið hljóta þá þessir
forfeður okkar að hafa verið einkennilegir og daufir menn.
Mannþekking, djúptæk og alhliða mannþekking, er eldri en kristindómur-
inn, eldri en nokkur kristileg miðaldarit. Hvað um Ilíonskviðu og Odysseijs-
kviðu, eða hina forngrísku harmleika og lýsingu þeirra „á mannlegum hvöt-
um og tilfinningum"? Ef við gerum ekki meiri kröfur til röksemdafærslu en
Hermann, þá væri auðvelt að sanna, að mannþekking og siðfræði þessara
rita hafi verið sóttar til kristinna miðaldaspekinga.
Rökræður fræðimanna um heiðin og kristin áhrif í íslendingasögum
eru að minu áliti orðnar óhugnanlega ófrjóar. Og ástæðan er sú, að takmörk-
in milli „heiðni“ og „kristni“ fara að verða ákaflega óskýr, þegar um er að
ræða slík almenn og óhlutkennd hugtök sem mannlegar hvatir og tilfinningar.
(Um hluti sem álfablót, berserksgangur, Óðinn, Valhöll, kirkja, Kristur,
messa o. s. frv. horfir öðruvísi við.) Að hverju leyti erum við norrænir
menn, sem lifum á því herrans ári 1975 „heiðingjar“, að liverju leyti „kristn-
ir menn“ — í hugsunarhætti, í hegðun? Er „góður maður“, eða „vondur
maður“, allt annað hugtak hjá okkur heldur en hjá Múhameðstrúarmönnum
eða Hindúatrúarmönnum - þegar guðfræðikerfunum er sleppt?
250