Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 124

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 124
Tímarit Máls og menningar óhamingjan, fellur í hlut manna. Menn eru gæfumenn, eða þeir eru ógæfu- menn. Það er reginmunur milli þessa hugsunarháttar og hamingju-hugtaks Ágústínusar, einsog Hermann lýsir því. Hjá Ágústínusi er þetta af allt öðr- um toga spunnið, úr allt öðru hugmyndakerfi. í lok greinar sinnar heldur Hermann því fram, að menn eigi við rannsókn- ir á siðfræði sagnanna að gera sér „ljósa grein fyrir hugmyndum 12. aldar um mannlega hegðun“ (86). Þetta er heilbrigð vísindaregla, sem allir ættu að geta fallist á. Hitt er satt, við verðum fyrst og fremst að rannsaka sögurn- ar í ljósi sjálfra þeirra, í ljósi þeirra skoðana, sem menn og athurðir bera sjálfir vott um. Við verðum að varast að þröngva upp á sögurnar hugmynd- um og siðspeki, sem eru þeim framandi og torvelda frekar en auðvelda okk- ur skilning á þessum ritum. Hermann segir ennfremur: „Skilningur Islendingasagna á mannlegum hvötum og tilfinningum getur ekki verið forn arfur úr norrænni heiðni, held- ur er hann sóttur í lærdómsrit, sem berast hingað með klausturmönnum og öðrum“ (86). Enginn neitar því, að höfundar sagnanna hafi margir hverjir verið lærðir menn og vel lesnir í samtímabókmenntum Evrópu. En staðhæf- ing Hermanns hér er sama og að halda því fram, að raunverulegur skilningur á mannlegum hvötum hafi verið óþekkt fyrirbrigði með norrænum mönnum, áður en kristileg lærdómsrit komu hér til sögunnar. Mikið hljóta þá þessir forfeður okkar að hafa verið einkennilegir og daufir menn. Mannþekking, djúptæk og alhliða mannþekking, er eldri en kristindómur- inn, eldri en nokkur kristileg miðaldarit. Hvað um Ilíonskviðu og Odysseijs- kviðu, eða hina forngrísku harmleika og lýsingu þeirra „á mannlegum hvöt- um og tilfinningum"? Ef við gerum ekki meiri kröfur til röksemdafærslu en Hermann, þá væri auðvelt að sanna, að mannþekking og siðfræði þessara rita hafi verið sóttar til kristinna miðaldaspekinga. Rökræður fræðimanna um heiðin og kristin áhrif í íslendingasögum eru að minu áliti orðnar óhugnanlega ófrjóar. Og ástæðan er sú, að takmörk- in milli „heiðni“ og „kristni“ fara að verða ákaflega óskýr, þegar um er að ræða slík almenn og óhlutkennd hugtök sem mannlegar hvatir og tilfinningar. (Um hluti sem álfablót, berserksgangur, Óðinn, Valhöll, kirkja, Kristur, messa o. s. frv. horfir öðruvísi við.) Að hverju leyti erum við norrænir menn, sem lifum á því herrans ári 1975 „heiðingjar“, að liverju leyti „kristn- ir menn“ — í hugsunarhætti, í hegðun? Er „góður maður“, eða „vondur maður“, allt annað hugtak hjá okkur heldur en hjá Múhameðstrúarmönnum eða Hindúatrúarmönnum - þegar guðfræðikerfunum er sleppt? 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.