Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Side 49
Níu korn
ann og félagsstjórnina okkar, sem ekkert gerir í neinu, heldurðu að hann geri
eitthvað. Auðvitað eigum við að fá miklu meira. Eitthvað fer í rafmagn, hrá-
efni og vélar, kannski helmingurinn af þessum níutíu. Restinni að frádregnum
svindlsköttum stingur elskulegi herrann í vasann. Hann græðir allavega nóg
sá njóli því alltaf stækkar djöfuls bísnissinn. Og svoleiðis gerist ekki af sjálfu
sér. Hugsaðu þér, þetta er okkar framleiðsla! Jafnvel vélarnar eru gerðar af
fólki eins og okkur. Við ættum sveimér að hafa þetta dót eins og það leggur
sig.
- Skrýtið að félagsstjórnin skuli ekki segja okkur af þessu. Þeir hljóta að
vita þetta. Þetta er alveg ljónklárt, segir sá er skrúfar, — hvernig sástu þetta
út?
- Ég var að ræða þetta við náunga í gær. Sá vissi aldeilis nóg. Hann er
í svona sellu eins og er hérna yfirá plastverksmiðjunni fyrir handan. Ég var
nú eiginlega búinn að sjá ýmislegt sjálfur. Og það er meira, sko sjáðu maður
nú fær hver okkar þúsund kall fyrir daginn fyrir hverja tíu þúsund bláa sem
við framleiðum úr þessu járnadrasli. Það þýðir að eftir einn klukkutíma í
vinnu á tíu stunda deginum þá vinnum við ókeypis fyrir lúxushlassið hérna
uppi!
Hinn svarar ekki.
Klukkan glymur.
Vinnan er hafin á ný.
Mennirnir standa seinlega á fætur og snúa sér að færibandinu.
- Heyrðu, kallar sá er skrúfar, til að yfirgnæfa skröltið.
- Já, hrópar hinn.
- Ættum við ekki að spjalla við hina strákana í matartímanum?
Sá með bláu verkstæðishúfuna kinkar ákaft kolli.
8. Korn. Þrœlarnir.
Hvítir bómullarakrar minntu á kvikt haf. Bylgjur vindsins liðu yfir víðáttu
þeirra. En fjærst milli lauftrjáa sá í hvítan herragarð eigandans.
Blökkumaður stóð grafkyrr og fylgdist með leik vindsins á ökrunum. Um-
hverfis hann lágu allmargar tágakörfur. Tómar.
Fjær sá á hestvagn. Tveir blökkumenn sátu borðháan vagninn, sem þreytu-
legur hestur tosaði áfram. Vagninn er hlaðinn tómum körfum sömu tegund-
ar og þær, er starfsbróðir þeirra gætti.
175