Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 21
2
STOLT
Sjö dauðasyndir smáborgaranna
Lítill, sóðalegur næturklúbbur. Anna JI gengur inná sviðið og er fagnað með
lófaklappi af hinum 4-5 gestum, sem eru svo hræðilegir álitum að hún verð-
ur dauðskelkuð. Hún er tötralega klædd, en hún dansar mjög frumlegan dans,
hún vandar sig sem best hún getur og hún fær engar undirtektir. Gestunum
hundleiöist, þeir geispa einsog hákarlar (grímur þeirra bera óttalegar tennur
í gríöarstórum kjöftum), þeir kasta hlutum uppá sviðið, já, þeir skjóta
meirasegja niður hina fáu ljósalampa. Anna II dansar áfram, fangin af list
sinni, þartil eigandinn sækir hana inná sviðið og sendir fram aðra dansmey,
gamla holduga skessu, og sýnir Önnu hvernig maður þarf að fara hér að til að
fá lófaklapp. Skessan dansar klúran og kynæsandi dans og vekur hrikalegt
lófaklapp. Anna færist undan að dansa svona. En Anna I, sem hefur staðið
til hliðar við sviðið og var sú eina sem fagnaði systur sinni í fyrstu með
lófaklappi og horfði síÖan tárfellandi á niðurlægingu hennar, þröngvar henni
til að dansa einsog krafist er. Hún rífur neðanaf of síðum kjólnum og ýtir
henni aftur inn á sviðið, en skessan leiðir hana í dansinn og lætur kjólfald
hennar lyftast við mikinn fögnuð áhorfenda. Og það er hún sem fylgir systur-
inni, beygðri af sneypu, að litlu töflunni, til að hugga hana.
LJÓÐ SYSTRANNA
Þegar við höfðum fatað okkur
Attum nærföt og kjóla og hatta
Fengum við stöðu sem dansmeyjar í næturklúbbi
í Memphis, annarri borginni á leiö okkar.
Æ, hvað Anna átti þá bágt
Hattar og fín föt gera stúlku drambláta
Hún lést því vera listakona og vildi sýna list
1 Memphis, annarri borginni á leið okkar
Og það er ekki það, sem
Fólkið vill.
Því fólkið borgar og vill
Fá eitthvað eftirsóknarvert fyrir peningana
147