Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar
um tilverunnar, tilfinningalíf sitt til sambands við dulrænan heim og þján-
ingar og fögnuð allífsins, allt frá djúpum örvæntingar til hátinda guölegrar
upphafningar. Allt sitt líf glímdi hann við ráðningu lífsgátunnar. En við-
skipti þeirra voru ekki aðeins glíma, þau voru einnig nautn þeirra sanninda,
sem elja hans hafði borið honum í skaut, og köllunin að varpa ljósi lífssann-
indanna á brautir þeirra sem stauluðust með veggjum í myrkrastofum for-
heimskunarinnar. Og til að flytja mikilvægan boðskap þarf háþróað mál,
sem er agað til aðlögunar hinum fjölbreytilegustu blæbrigðum mannlegra
tilfinninga og næmustu afbrigöum margslunginna hugrenningatengsla.
En hvar var það, sem meistarinn fann lausn hinnar mikilvægu gátu? Hver
var það, sem lauk upp fyrir honum hirzlum þeirra fjársjóða? Þeir eru marg-
ir heimsmeistararnir, sem Þórbergur frá Hala hafði samskipti við á hérvist-
arárunum, bæði persónulega og í heimi bókmennta. Hann sat mörg þing með
þeim, sem vandlegast leituðu hinna dýpstu raka fyrir lögmálum þess heims,
sem liggur utar og ofar hinum viðurkennda skynheimi materíunnar, fræddist
þar og fræddi og kom auðugri en hann fór úr hverjum leiðangri. Vissulega
var þetta honum styrkur í leit hans, en það olli ekki úrslitum. Lögmál Al-
valdsins fáum við aðeins skynjað í eigin brjósti, því að við erum hluti þess.
Einingu okkar með Alvaldinu finnum við ekki með því að hendast á milli
heimshorna. Hve mikils virði sem okkur er útsýn til víðerna veraldarinnar,
þá liggur líftaug okkar frá heimabyggðinni, hversu fátækleg sem hún kann
að virðast. Vizka lífsins er ekki fólgin í bókum né spaklegum orðum viturra
manna, heldur í leyndum hjartna, sem búa yfir góðleik og þrá til fagurs og
fullkomins lífs í hreinleika og sannleika. Þar sem Alvaldið hefur skipað okk-
ur rúm, þar er okkar heimur, eitt með okkur, dropi allífs, rykkorn alheims,
en þó sjálfstæð heild í smæð sinni og ber í skauti sínu alla eiginleika hinnar
óendanlegu tilveru tíma og rúms. Augnablikið er atóm eilífðarinnar, ekki
brot af henni, heldur hún sjálf in mínímúm.
Þetta skildi Þórbergur öllum öðrum betur. Mér dettur í hug ungi maður-
inn hann Adrían, sögupersóna í bókmenntum einnar frændþjóðar okkar.
Hann þráði svo heitt að komast í samband við hinn stóra heim, og hann fyllt-
ist hatri og fyrirlitningu á litla og óásjálega þorpinu Húmlu, sem hafði alið
hann. Hann fann, að þessi fátæklega byggð bjó í honum, en hann setti sér
það mark að slíta allar rætur, sem hann var henni tengdur. í sögulok sjáum
við hinn unga Adrían skipreika mann, sviptan allri von þess lífs, sem hann
hafði þráð, og því síður átti hann hæfileikann til að skapa lífi sínu nýtt mark.
Þetta er andstæðan við Þórberg frá Hala. Þeir áttu það sameiginlegt að
130