Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 4
Tímarit Máls og menningar um tilverunnar, tilfinningalíf sitt til sambands við dulrænan heim og þján- ingar og fögnuð allífsins, allt frá djúpum örvæntingar til hátinda guölegrar upphafningar. Allt sitt líf glímdi hann við ráðningu lífsgátunnar. En við- skipti þeirra voru ekki aðeins glíma, þau voru einnig nautn þeirra sanninda, sem elja hans hafði borið honum í skaut, og köllunin að varpa ljósi lífssann- indanna á brautir þeirra sem stauluðust með veggjum í myrkrastofum for- heimskunarinnar. Og til að flytja mikilvægan boðskap þarf háþróað mál, sem er agað til aðlögunar hinum fjölbreytilegustu blæbrigðum mannlegra tilfinninga og næmustu afbrigöum margslunginna hugrenningatengsla. En hvar var það, sem meistarinn fann lausn hinnar mikilvægu gátu? Hver var það, sem lauk upp fyrir honum hirzlum þeirra fjársjóða? Þeir eru marg- ir heimsmeistararnir, sem Þórbergur frá Hala hafði samskipti við á hérvist- arárunum, bæði persónulega og í heimi bókmennta. Hann sat mörg þing með þeim, sem vandlegast leituðu hinna dýpstu raka fyrir lögmálum þess heims, sem liggur utar og ofar hinum viðurkennda skynheimi materíunnar, fræddist þar og fræddi og kom auðugri en hann fór úr hverjum leiðangri. Vissulega var þetta honum styrkur í leit hans, en það olli ekki úrslitum. Lögmál Al- valdsins fáum við aðeins skynjað í eigin brjósti, því að við erum hluti þess. Einingu okkar með Alvaldinu finnum við ekki með því að hendast á milli heimshorna. Hve mikils virði sem okkur er útsýn til víðerna veraldarinnar, þá liggur líftaug okkar frá heimabyggðinni, hversu fátækleg sem hún kann að virðast. Vizka lífsins er ekki fólgin í bókum né spaklegum orðum viturra manna, heldur í leyndum hjartna, sem búa yfir góðleik og þrá til fagurs og fullkomins lífs í hreinleika og sannleika. Þar sem Alvaldið hefur skipað okk- ur rúm, þar er okkar heimur, eitt með okkur, dropi allífs, rykkorn alheims, en þó sjálfstæð heild í smæð sinni og ber í skauti sínu alla eiginleika hinnar óendanlegu tilveru tíma og rúms. Augnablikið er atóm eilífðarinnar, ekki brot af henni, heldur hún sjálf in mínímúm. Þetta skildi Þórbergur öllum öðrum betur. Mér dettur í hug ungi maður- inn hann Adrían, sögupersóna í bókmenntum einnar frændþjóðar okkar. Hann þráði svo heitt að komast í samband við hinn stóra heim, og hann fyllt- ist hatri og fyrirlitningu á litla og óásjálega þorpinu Húmlu, sem hafði alið hann. Hann fann, að þessi fátæklega byggð bjó í honum, en hann setti sér það mark að slíta allar rætur, sem hann var henni tengdur. í sögulok sjáum við hinn unga Adrían skipreika mann, sviptan allri von þess lífs, sem hann hafði þráð, og því síður átti hann hæfileikann til að skapa lífi sínu nýtt mark. Þetta er andstæðan við Þórberg frá Hala. Þeir áttu það sameiginlegt að 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.