Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Qupperneq 98
Tímarit Máls og menningar
hreyfingum mínum, en skyndilega varð ég yfirkominn af óskaplegu máttleysi
og mér virtist sem ég félli niður í hyldýpi. Skyndilega tóku veggir stofunnar
og loft að bylgjast og slást saman með háværum smellum. Húsgögnin og ým-
iskonar smádót tók á sig ískyggilegar myndir og illileg, nærri því djöfulleg
andlit, horfðu á mig úr myndarömmunum, sem héngu á veggjunum. Ég gat
ekki haft vald á hugsunum mínum lengur. Ymsar óhugnanlegar verur tóku
nú að birtast í hornum og skotum og herbergið fylltist rauð-fjólubláu og
kaldbláu ljósi, og þessu fylgdi andstyggilegt ýlfur. Smám saman lægði hávað-
ann og ég tók að hefjast upp. Það birti aftur og ég sá að ég var kominn hátt
á loft yfir borginni, en mér virtist sem rauðleit slæða lægi yfir henni. Ver-
urnar, sem birtust í stofunni, sveimuðu með mér og virtust vilja fá mig með
sér í hringdans. Tíminn silaðist áfram og hver mínúta virtist sem eilífð.
Þegar ég vaknaði daginn eftir, var því líkast, sem ég vaknaði til nýs lífs.
Allan daginn var hjartslátturinn óreglulegur og ég sá umhverfið í móðu“.
Annar höfundur W. E. Peuckert notaði nornamauk, gert eftir resepti úr
ritinu „Magia naturalis“, sem kom út 1568. Hann og kunningi hans mökuðu
maukinu á enni sér: „Við áttum erfiða drauma, ófétisleg andlit sveimuðu
fyrir augum okkar. Skyndilega fannst mér sem ég svifi óraleiðir um loftið.
Öðru hverju virtist sem ég væri að hrapa. 1 lokin var ég staddur í svallsam-
kvæmi innan um drísildjöfla og ýmiskonar ókindur.“ (H. Marzell: Zauber-
pflanzen - Hexentránke. Stuttgart 1963).
Belladonna getur valdið örum hjartslætti og valdið þeirri tilfinningu, að
maður sé að falla, um það leyti, sem maður er að festa svefn, en sú tilfinning
getur síðan haldið áfram sem draumur um flug. Það þarf reyndar ekki lyf til
þesskonar tilfinningar, því að hún er mj ög algeng. Ymis lyf og fíknilyf verka
mjög á kynhvötina og vekja kynferðislega drauma, og því gátu draumórar
virzt sefasjúku og einangruðu fólki raunveruleiki. Á Valborgarmessunótt 1.
maí ár hvert, var mikil hátíðasamkunda haldin á Blokkstindi í Harzfjöllum.
Þangað streymdu nornirnar úr flestum héröðum Þýzkalands og viðar að.
Fræðimenn um galdranornir töldu grúa nornanna mikinn. Fjöldi púka og
smádjöfla var þó ennþá meiri, en þeir voru fylgdarmenn og elskhugar norn-
anna, sem þær höfðu bundizt samningi við. Höfuðpaurinn sjálfur var þarna
kominn, oftast í líki einhverrar skepnu, svo sem geithafurs eða nauts. Stund-
um kom hann þarna sem hávaxinn alskeggjaður kolsvartur risi.
Nornirnar færðu Satan svört kerti, sem brunnu með bláum loga, en það
var fórn þeirra. Helgiathöfnin hófst með því, að púkar tóku að leika á hin
undarlegustu hljóðfæri, svo sem hrosskúpur, mannabein, rifbein geithafra
224