Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Síða 38
Tímarit Máls og menningar hafa reynt að venja sig á að reykja og drekka kaffi en þegar manni leiðist kennir maður í brjósti um sjálfan sig og lætur allt eftir sér að lokum. Hafi maður vanið sig á að drekka alltaf kók finnst manni kaffi vont og sé maður einu sinni byrjaður að fitna verður matarlöngunin meiri en nokkru sinni. Þetta var erfitt. Þetta var satt að segja vítahringur. Það sá hann strax. Hann lagði til að hún færi í frúarleikfimi svo að líkaminn brenndi meiru af því sem hún borðaði. í næstu viku kom hún að máli við hann, þar sem hann sat yfir bókhaldinu, og sagði að þetta gæti ekki gengið. Fyrsta daginn hafði hún reynt að fara með strætisvagni en hún fór úr hon- um á skökkum stað og fann svo ekki leikfimina fyrr en allt var um garð gengið. Þá fór hún að fara ineð leigubíluin og komst í leikfimina í þrjú skipti en þar tók ekki betra við. Eftir fyrsta leikfimitímann var hún orðin glor- hungruð. Hún var alltaf vön að fá sér miðdegiskaffi á þessum tíma dags, kók og vínarbrauð, og húngrið hvíslaði í eyra hennar að maður ætti að ráða því hvenær maður fengi sér miðdegiskaffi. Sulturinn hafði vond áhrif á hana, gerði hana nervusa, og henni fannst að þau hefðu nógu lengi orðið að taka tillit til annarra, á meðan þau bjuggu í blokkinni, þó þau gætu ráðið sér sjálf þegar þau voru loksins komin í rað- hús. Við þetta bættist svo það sem var allra verst, sagði hún. Hún hefði fegin þolað allt hitt ef það hefði ekki verið. Það var ekki hægt að treysta leigubíl- stjórunum. Hún hafði oft heyrt sögur af leigubílstjórum sem keyrðu beint á afvikna staði ef þeir voru með eina konu í bílnum. Hver veit hvað komið getur fyrir? Hver veit? Hún hætti í leikfiminni. Honum fannst ekki að hann gæti krafist þess að hún héldi áfram. Hún var búin að vara hann við og sökin yrði hans ef eitt- hvað henti. Daginn eftir kom hann heim með megrunarkex. Þeir sögðu að ef menn mauluðu það, í stað þess að vera síborðandi, þá hætti menn að langa í mat. Hann sagði henni þetta þegar hann kom með kexið og hún varð glöð og hrópaði: Ég vissi alltaf að þú mundir finna einhver ráð. Það var tveim dögum seinna að hún kom aftur til hans, með grátstafinn í kverkunum, þar sem hann sat yfir hókhaldinu Hún var búin með allt megr- unarkexið og hafði þar að auki ekki staðist að smyrja það með smjöri. Hún var svo óvön að borða smjörlaust. Hún sagðist vera farin að greina vikulega aukningu á fitunni. Hún var búin að víkka öll fötin sín eins og hægt var en samt var meirihlutinn að verða of þröngur. Hún yrði að henda næstum nýj- um fötum og honum ofbauð þetta síðasta. Þetta fannst honum þó vera að henda peningum. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.