Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 112
Málfríður Einarsdóttir Tveir þættir Frá Snæfellsnesi í sjötíu ár eða þar um bil hafði mig langað til að fara kringum Jökul, en aldrei gafst tækifasrið fyrr en núna rétt áðan (var jiað í dag eða var það í gær?), og þá faldi bann sig fyrir mér, jökullinn. Þaðan sem ég er upprunnin, sást hann, að vísu aðeins á toppana, og held ég jarðbunguna hafa borið á milli fremur en nokkurt leiti, en hann var merkilegur samt, því hann spáði veðri. Ef hann sást, var von á þurrki, sæist hann ekki, fór að rigna. Ekki man ég eftir að á honum væri hafður neinn átrúnaður, enda leyfði sér enginn að hafa hjáguði á þeim bæ, slíka virðingu bárum vér fyrir prestinum. Héðan að sjá verður hann að átrúnaðarfjalli, við því er ekki hægt að gera. Og sá hlutur sem trúað er á, hann fer að skína. Um það eru mörg dæmi frá Tíbet. Ó hve fagurt var að sjá til austurs 1920 og 1921, þar sem bungu Langjökúls bar við loft og bungu Eiríksjökuls og Oks, og Fanntófell hló lika við heiði. En í suðri var Skarðsheiði með snæþiljum og haldið að hún ætlaði að fara að verða að snjófjalli. Já, þá voru dagar. En sum vorin vildi ekki spretta gras, og veslings litlu gemlingarnir stauluðust út í Bæjarholt og dóu þar af því að þá vantaöi c-vítamín. Kolur og Golsi. Við reyndum að gefa þeim kök- ur, en þeir tóku ekki við (1914). Uti í Kolviðarnesi er mjög blautlent, en sama hve mikið rignir, jafngóðir eru vegirnir. Það má bæði ganga þá, ríða og aka. Og þar sem áður gengu umkomulitlir menn milli bæja til að kenna krökkunum að lesa, skrifa og reikna, og oftast tæringarveikir, ellegar vankaðir að öðru leyti, og höfðu eng- an stað til að kenna í, sama sem enga hók, griffil og spjald, er nú komið stórt hús þarna, meira að segja fallegt hús, allar tilfæringar til taks, og hörn- in hlakka til að koma í þennan heimavistarskóla, kvíða fyrir að fara, ganga um eins og englar. Ég sá þau ekki, börnin, en gizka á að þau séu fríð, því ömmur þeirra, sem þarna voru saman komnar, máttu heita það, svo sem þær voru fágaðar í klæðaburði og flestöllum háttum. Sílesandi, áhugalausar um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.