Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Page 140
Tímarit Máls og menningar til breyttra lífshátta og næmari lífsskynj- unar eru ekki sérlega aðgengileg og aðlaft'- andi lausn fyTÍr hinn makráða allsnægta- mann, enda þótl hinn síðarnefndi skynji ýmsar veilur í lífkerfi sínu og vilji þar iir bæta. Sjálfsagi, einbeitni og þolinmæði eru orð, sem hafa talsvert meira veruleikagildi í eyrum okkar, þegar við viljum að þau prýði persónuleika náungans,en eru hverju sjálfi þess utan að mestu óviðkomandi í daglegu lífi. Þessar dyggðir verða menn sem sagt að temja sér ef þeir vilja ná nokkrum árangri í listinni að elska. En Fromrn þekkir mennina betur en svo, að liann láti þá sitja uppi ráðalausa með aug- un full af orðum um karaktereinkenni ást- arinnar, sem þeir kunna ekki með nokkru móti að setja í lífrænt samhengi við til- veru sína. Hann gefur lesendum nokkrar hagnýtar ábendingar um það, hvernig hægt sé að reyna að ávinna sér þessa eig- inleika, og er ein m. a. fólgin í markvissri sjálfsskoðun (einveru, hugareinbeitingu), sem á vissulega ekki að stuðla að aukinni sjálfhverfu eins og oft vill henda við slíkar tilraunir, heldur þvert á móli að flæma menn út úr margföldum speglasölum sjálfs- dýrkunar og sjálfsupphafningar. En þótt nokkur árangur náist í tileinkun þessara eiginleika, þá verður hæfileikinn til ásta aldrei aðgreindur frá öðrum lífs- þáttum mannsins. Ástin er ekki hvað sízt skapandi lífsviðhorf, sem hlýtur að eiga upptök sín í innstu innum hvers einstak- lings. „Það er blekking að ætla að hægt sé að búta lífið þannig niður, að rnaður sé skapandi á sviði ástarinnar, en athafnalaus á öllum öðrum sviðum.“ Ástin getur heldur ekki verið einskorð- uð við einstaklingstilveru þess, sem hefur áunnið sér upptalin auðkenni liennar. Mað- urinn er hluti stærri heildar, sem hann orkar á og verður sjálfur fyrir áhrifum af. Því segir Fromm: „Listin að elska er ó- hjákvæmilega tengd málum þjóðfélagsins. Sé það rétt, að ástin feli í sér ástríkt við- horf til allra manna og sé ástin lyndisein- kenni, þá kemur hún ekki aðeins fram í samskiptum við fjölskyldu og vini, heldur einnig gagnvart þeirn, sem menn umgang- ast vegna starfs og stöðu. Það eru engin „verkaskipti“ til milli ástar á nánustu ást- vinum og ástar á ókunnugum. Það síðara er þvert á móti skilyrði fyrir hinu fyrra.“ Enda þótt Fromm virðist stundum von- daufur um það að mannleg ást nái nokkr- um þroska við núverandi félagsleg skil- yrði, þar eð „megininntak auðvaldsþjóðfé- lagsins og megininntak ástarinnar geti aldrei átt samleið", og sönn ást hljóti að teljast til undantekninga, þá segist hann samt vera sannfærður um það „að stað- hæfingin um að „venjulegt“ Iff nútíma- manna útiloki alla ást, sé rétt aðeins í mjög sértækri merkingu." En eigi ástin (sem hið eina rökræna svar við vandamál- um mannlífsins) að ná til félagsheildar- innar en ekki að halda áfram að vera sjald- gæf einkareynsla einstaklingsins, eins og hún er og hefur verið ástunduð á Vestur- löndum, þarfnast þjóðfélagskerfið gagn- gerra og róttækra brevtinga. Eins og lesendur bókarinnar geta séð er áreiðanlega hægara sagt en gert að þjálfa sig svo í listinni að elska, að hún nái að nokkru marki út fyrir það, sem kallast mætti venjuleg mannleg eigingirni í marg- víslegum umbúðum. En hins ber að gæta, að aldrei skaðar að opna huga sinn af og til fyrir háleitari lífssýn en þeirri, sem lýtur að tilbeiðslu þess eins, sem menn geta étið eða höndum þreifað, enda þótt sú sýn standi fjölda ljósára utan við allt okkar veruleikaskyn. Og það mun eiga við um ástina eins og annað, ef við skynjum vöntun okkar í þeim efnum, þá vitum vér hvers biðja ber. 266
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.