Tímarit Máls og menningar - 01.12.1974, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
húsin á Harðbak voru öll úr timbri. A undan pabba bjó þar á bænum Geir,
bróðir Tryggva gamla Gunnarssonar, sem farið hafði til Ameríku. Hann
bafði þiljað bæinn allan úr timbri, en veggir voru allir úr grjóti og torfi,
eins og venja var, en bæjarþilin voru, skal ég segja þér, öll þakin brúnum
segldúk af skipum, sem farizt höfðu á Sléttu. I þau hafði liann sótt hann.
Baðstofan var tvílyft, og á henni voru tveir gluggar með sex rúðum hvor, en
það þótti þá vera mikið. Pabbi og mamma og við yngstu bræðurnir bjuggum
í baðstofunni. Stofa var fram við göngin. í henni vann pabbi að smíðum á
veturna.
— Að smíðum?
—- Hann smíðaði pramma fyrir bændurna. Hver einasti bóndi þurfti að
eiga pramma, því að silungsvötn eru við hvern bæ á Sléttu. Þegar pabbi kom
þangað voru Sléttungar ekki farnir að veiða silung í net á veturna upp um
ís. Þeir höfðu þann sið að dorga silunginn. Þeir söfnuðu maðki, flugumaðki.
á sumrin í brútshorn og geymdu. A veturna, þegar þeir fóru að veiða silung
á vötnum, tóku þeir með sér gæruskinn. Þeir hjuggu gat á ísinn og lágu á
maganum á gæruskinninu. Maðkinn settu þeir undir tunguna og beittu hon-
um á öngulinn, þegar hann var orðinn fjörugur. Pabbi sýndi þeim, hvernig
net er dregið undir ís. Það er á ákaflega einfaldan liátt. Það þarf að hafa
stöng, svona 7-8 álna langa. A ísinn er höggvið ferkantað gat, stöngin síðan
lögð niður og annað gat höggvið við endann á henni. Þannig fæst netlengd.
Höggvið er hvert gatið af öðru, en bandi þrætt undir ísinn með því að binda
færi á annan enda stangarinnar og skjóta henni síðan undir ísinn. Netið var
bundið við endann á færinu. Netið var að svo búnu dregið undir ísinn eins
langt og þurfa þótti. Þetta var gert á Akureyri, þegar sjóinn lagði, því að
síld var alltaf undir ísnum. Selur í firðinum rak hana undir ísinn.
— Var langt til næsta bæjar?
— Það mun hafa verið tveggja til þriggja tíma gangur að Skinnalóni
öðru megin og Ásmundarstöðum hinu megin.
— Þið fluttuzt aftur til Akureyrar 1898?
— Ég man vel eftir því ferðalagi. Við fórum til Raufarhafnar. Systir mm
reið í söðli, en ég sat fyrir aftan hana og var bundinn við söðulbogann með
trefli. Við komum við á Ásmundarstöðum. Á Raufarhöfn gistum við hjá
maddömu Lund, ekkju eftir danskan kaupmann. Til Akureyrar fórum við
með Hólum og héldum til í lestinni. Við strákarnir, ég og Finnur bróðir
minn, sem var tveimur árum yngri, vorum alltaf uppi á dekki. Mér þótti
ákaflega skrýtið að horfa á sjóinn, er bann þeyttist frá stefni skipsins. Ég
182