Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.01.1988, Page 112
Tímarit Mdls og menningar við þessa tvo rithöfunda, Nathalie Sarraute og Marguerite Duras. Ég ber allt að því ótakmarkaða virðingu fyrir þeim báðum þó að þær séu afar ólíkar innbyrðis. Hins vegar hugsa ég aldrei um verk þeirra sem kvennabókmenntir. Ég veit að sjálfsögðu að þetta eru tvær konur, að þær líta á heiminn frá sjónarmiði konu, en ég efast um að í skrifum þeirra og stíl sé hægt að finna neitt sem beinlínis er hægt að stimpla sem kvennabókmenntir. Ég er afskap- lega vantrúuð á hugtakið kvennabókmenntir eins og það hefur verið notað undanfarin tíu, fimmtán ár. Mér finnst þetta ákaflega hæpin forsenda til bókmenntarýni. Því hefur verið haldið fram að stíll kvenna og setningagerð sé mjúk og fljótandi, vegna þess að málfræðin og stílreglur séu tilbúningur karla, tákn fyrir valdið og annað eftir því. Mér finnst þetta gersamlega út í hött. Ég hef ekki áhuga á að láta skilgreina mig sem kvenrithöfund, heldur sem konu sem fæst við ritstörf. Eins og ef ég væri t. d. svört, þá skrifaði ég ekki endilega svertingjabókmenntir. Hugtakið „kvennabókmenntir" fer í taugarnar á mér vegna þess að ég hef ekki áhuga á að Iáta setja mig á ákveðinn bás. Ef maður lætur stimpla sig er maður kominn á bás. Skilgreining Poirot- Delpech er því hrópleg einföldun, bæði hvað varðar mín verk og verk minna ágætu lærimæðra. F. R.: Hvað þá með kvennabaráttuna? D. S.: Vitaskuld helgast skynjun hverrar manneskju af því hvernig hún er staðsett líffræðilega, af kynferði hennar. En það leysir engan vanda, sérstak- lega ekki vanda rithöfundar. Ef rithöfundurinn væri fyrirfram mótaður af kynferði sínu, væru það enn einar viðjarnar. Konan hefur nógu lengi verið í viðjum þó við förum ekki að hneppa bækur hennar í aðrar viðjar með því að flokka þær sem kvennabókmenntir, setja þær í afmarkað hólf. Það að skrifa er einmitt að brjóta af sér hlekkina. Fyrir karlmann, þá hlekki að vera karlmað- ur, fyrir konu, þá hlekki að vera kona. I báðum tilfellum skrifar manneskjan sig frá hinu sjálfgefna og í áttina til einhvers sem við gætum nefnt frelsi. F. R.: Þú sagðist dá Duras og Sarraute. Hverjar eru aðrar fyrirmyndir þínar? D. S.: Það er alltaf erfitt að koma sér upp lista rithöfunda sem mest hafa mótað skrif manns. Ég hef alltaf haft áhuga á bókmenntum þar sem ákveð- innar formfestu gætir. Ég hef aldrei getað fellt mig við þá hugmynd að tungumálið sé gagnsætt, að tungan sé einfaldur miðill hugmynda. Hins vegar hef ég alltaf verið vantrúuð á bókmenntir sem leggja of mikla áherslu á formið. Ég er ekki sammála þeim sem segja að bókmenntirnar eigi að vera einfaldur leikur með form. Þessar tvær öfgar réðu lengi ríkjum hér í Frakk- landi og því hef ég fremur leitað í bókmenntir utan Frakklands. Þeir höfundar hafa höfðað til mín sem halda jafnvægi milli þessara tveggja aðalþátta: þeir vanda formið, en gæta líka að hugsuninni, leitast við að velta fyrir sér 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.