Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 8
Úlfhildur Dagsdóttir
Að hringa sig í miðju tímans
— viðtal við Steinunni Sigurðardótmr
Steinunn Sigurðardóttir var nítján ára þegar fyrsta bók hennar Sífellur
(1969) kom út. Steinunn var þá við nám í University College Dublin og lauk
þar gráðu í heimspeki og sálfræði árið 1972. Skáldkonan kom fram á mótum
tveggja stefna; módernisma og endurritunar hans yfir í raunsærra og auð-
skildara form. Fyrsta ljóðabókin Sífellurer módernísk en þær næstu Þar og
þá (1971) og Verksummerki (1979) hylla sumpart hið opnaljóð, eins ogsegir
á einum stað í Þar ogþá: „yrkjum úthverf ljóð“, þó ekki hafí Steinunn með
öllu afneitað módernískum stíl. Fyrsta smásagnasafn Steinunnar, Sögur til
nœsta bcejar, kemur út 1981 og tveimur árum síðar Skáldsögur (1983).
Ummerki nýraunsæisins eru skýr, og eru bæði söfnin merkt ádeilu sem þó
tekst alltaf á við íróníska sýn og rennur á stundum út í paródíu. Hluti af
Skáldsögum Steinunnar voru samtengdar smásögur með stórfjölskyldu sem
útgangspunkt. Eins og fleiri höfundar af þessari kynslóð flakkaði Steinunn
milli bókmenntagreina og skrifaði auk prósa og ljóða tvö sjónvarpsleikrit,
Líkamlegt samband í norðurbœnum (1982) og Bleikar slaufur (1985) sem
fylgja smásögunum eftir í írónískri tragíkómedíu á íslenskt (neyslu)þjóðfé-
lag. Kvikmyndin var nærtækur miðill fyrir hana í byrjun níunda áratugarins
og Steinunn vakti athygli sem þáttagerðarmaður hjá sjónvarpinu. Þar fyrir
utan hefur Steinunn skrifað bók um forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur,
og þýtt skáldsögur og leikrit. Það er greinilegt af þessari marg-ræðni Stein-
unnar að hún kemur ekki aðeins fram sem skáld á umbrotatímum í ljóðagerð
heldur einnig sem listamaður á tímum fjölmiðla og upplýsingabyltingar þar
sem margir möguleikar til tjáningar opnuðust, möguleikar sem ekki hafa
enn verið fullnýttir.
Leiðin í Hjartastað
Eigum við ekki bara að byrja á nýju bókinni, sjálfum Hjartastaðnum? Hvað
hefur hún verið lengi í burðarliðnum?
Ég er farin að mæla meðgöngutíma bóka í óléttum og barneignum annarra.
6
TMM 1996:2