Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 10
Systursonur minn var á leiðinni þegar ég byrjaði að vinna í Hjartastað og hann er núna kominn hátt á fimmta ár drengurinn. Ég var farin að óttast að hann yrði fermdur áður en mér tækist að ljúka bókinni! Svo hafði ég það af sama daginn og systir mín eignaðist næsta. Hvernig vinnurðu stórt verk eins ogþessa skáldsögu? Ég vann heilmikla undirbúnings- og hugsanavinnu, las bæði líklega og ólíklega hluti til að koma mér inn í rétt andrúmsloft, til dæmis þjóðsögur og fróðleik á borð við Árbækur ferðafélagsins og austfirsk tímarit. Ég fyllti nokkrar stílabækur af athugasemdum um söguna og ýmsum glósum, úr samtölum við innfædda Austfirðinga, og úr því sem ég hafði lesið. Svo rótaði ég öðru hvoru í þessum námum í þau fimm ár sem ég var að semja Hjartastað. Éyrsta uppkastið að bókinni er að stórum hluta handskrifað, mér finnst gaman að handskrifa og tölvan var ekki alltaf við hendina. Ég vann skipulega nokkra tíma á hverjum degi, byrjaði daginn á því. Það hefur reynst mér langdrýgst þegar ég er að frumsemja að hafa nokkuð fasta rútínu því að annars verður ekki neitt úr neinu. Ég get unnið langan vinnudag þegar ég er að leiðrétta og fara yfir, en hausinn fer að gefa sig eftir nokkra klukkutíma við að frumsemja. Mér finnst ég líka koma ferskari að verkinu að morgni ef ég geri annað en að semja síðdegis og á kvöldin. Ég vissi ekki í smáatriðum hvernig bókin átti að verða. Ramminn er löng ferð og ég vissi ekki alltaf hvenær hvaða hlutir áttu að gerast á leiðinni. Endinn á bókinni sá ég ekki fyrir, en ég sá nokkurnveginn fyrir helstu þræði. Nú, það sem kemur í fyrsta uppkasti hjá mér er hrákasmíð. Ég held að þetta sé eitt trixið sem maður beitir sig; bara til að fá eitthvað á blaðið þá lætur maður það flakka dáldið hressilega og þá er komið einhvers konar materíal í hendurnar á manni. Vísir að hráefni. Þannig má kannski segja að ég vinni mig tvisvar sinnum upp úr engu. Þegar maður byrjar að skrifa bók er maður að skapa eitthvað úr engu og það sem ég hef eftir íýrstu umferð er næstum því ekki neitt heldur. Þó eru það áþreifanleg orð á pappír, og þá get ég byrjað að krota liðugt og djöflast í þessu. Fyrir manneskju sem vinnur svona er tölva himnasending. En það er alveg sama hvaða aðferð ég nota, þetta er kleppsvinna, og ég skil varla hvernig ég fór að því að ljúka við Hjartastað. Fyrir utan allt annað var hún mun lengri á ýmsum stigum en í lokaútgáfu. 8 TMM 1996:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.