Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 13
una. Síðastliðið vor þegar bókin var nánast fullgerð, þá var ég í viku snemma vors á bóndabæ fyrir austan. Þá fékk ég þennan austfjarðafílíng, fjörurnar, æðarfuglinn og allt þetta grjót; ég var tvöföld í ferðinni, gekk ansi mikið, en sá eiginlega ekkert nema niður fyrir tærnar á mér því ég var alltaf að huga að steinum. Ég notaði ekki mikið úr þessari dvöl, bókin var svo langt komin, en það var voðalega gott að vinna í henni í þessu umhverfi. Var ólíkt að vinna þessa bók miðað viðfyrri skáldsögur þínar? Þessi bók hefur gefið mér langmest svigrúm, ég gat sett allan andskotann inní hana og leikið mér. Hinsvegar er það að skrifa langa skáldsögu leiðinlegt að mörgu leyti. Til dæmis þessi bissniss með það að fólk er alltaf að fara inn og út úr dyrum og þetta „segir hún“ „segir hann“. Þetta er náttúrulega plága. Þannig að ég skil ljóðskáld mjög vel enda er ég það upphaflega og að minnsta kosti til hálfs við prósann. Nauðsynleg plága þó, allt þetta sem hangir utan á. Ég slapp vel í Tímaþjófinum. Þar er mínimalt af ferðalögum inn og út úr dyrum og „segir hún“, því bókin er öðrum þræði ljóðabók. Á meðan þú varst að skrifa Hjartastað gafstu út nóvelluna Ástina fiskanna. Kom það til af einhverju sérstöku? Ástin fiskanna varð til meðan ég lagði Hjartastað í salt. Mig langaði að gera eitthvað sem ég væri viss um að geta klárað. Þetta var auðvitað saga sem mig langaði til að skrifa á þeim tíma, m.a. sem mótvægi við þessa löngu flóknu sögu. Ég þráði eitthvað einfalt og stutt. Samt var Ástin fiskanna ekki neitt sérstaklega einföld í samningu, en hún var öðruvísi, og út af textamassanum auðveldari en Hjartastaður. Finnstþérgott að vinna að mörgu í einu? Mér finnst gott að taka ffam annað verk þegar ég stranda í aðalverkinu. Þetta þýðir líka það að ég á alltaf nóg í handraðanum þegar verki lýkur, uppistöðu í það næsta. Á vissu stigi get ég verið í tveimur skáldsögum sama daginn, eins og Hjartastað og Ástinni fiskanna, en yfirleitt einbeiti ég mér að einu verki í einu — ég skrifaði Ástinafiskanna t.d. í einum rykk og leit ekki á Hjartastað á meðan. En yfirleitt hef ég helst verið með ljóð í takinu um leið og lengri verk. Nú erHjartastaður bók sem fellur inn íákveðna bókmenntategund, svokallaða „road“ menningu. Varstu sjálf mikið áferðinni á þessum tíma? Þetta er ekta flökkubók því hún var unnin á heilmiklum flækingi. Ég get talið TMM 1996:2 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.