Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 17
Ég hafði mjög mikið fyrir því að leita að báðum þessum titlum. Hjartastaður fæddist á allra síðustu stundu, á eftir 60 misvondum titlum. Ég held að það sé rétt að bæði Tímaþjófur og Hjartastaður þýði svolítið annað og fleira í titlunum hjá mér en í daglegu tali. Ég er glöð yfir að geta leyft góðum orðum að breiða úr sér. Maður þjáist meira yfir forminu en yfir tungumálinu. Tungumálið er frekar leikur, þótt því fylgi líka mikil ögun. Og handverkið sem er svo mikið maus og dútl er ekki til einskis, það fæðast hugmyndir í handverkinu, í öllum útstrikununum og krotinu og nuddinu. En það að þurfa að hugsa einhvers- konar form út í æsar og að finna eitthvað nýtt sem hentar því viðfangsefni sem maður er að fást við þann og þann tíma; þá þarf maður að hugsa þannig að mann virkilega verkjar í hausinn. Og í því tilfelli er ég kannski alltaf að færast meira í fang en mér finnst að ég geti. Ég er að glíma við einhverja óviðráðanlega formskepnu með bundið fyrir augun. Hefur þessi barátta við formskepnuna einhver áhrif á þig sjálfa? Ég veit það ekki, en ferlið að semja bók er samofið lífi manns. Ég þroskaðist bæði með Tímaþjófmum og þessari nýju bók. Ég hefði ekki getað lokið við Tímaþjófinn fyrr en ég var orðin þrjátíu og sex ára því ég hafði ekki þroska til þess fýrr. Ég þurfti að þroskast um sjö ár til að geta klárað hana. Ég hef vaxið úr grasi bæði með henni og Hjartastað. Formið á Tímaþjófmum varð til með árunum, það var löng þróun. Ég vissi að bókin yrði samsett en ég vissi ekki nákvæmlega hvernig. Ég vissi að söguhetjan átti að ganga inn í ellina, allavega í huganum, en ég vissi ekki nákvæmlega hvernig hún átti að gera það. En þegar bókin var búin þá vissi ég að hún var búin og ég hef aldrei efast um það að ég átti ekki að halda áfram að vesenast í þessu. Þetta var með því sársaukafyllra sem ég hef lifað, en það var reyndar verulega flókið líka að semja Síðasta orðið og Hjartastað núna. Það er erfitt að hafa yfirsýn yfir langa bók sem er samsett úr mörgum þáttum, eins og hún. Þú sagðir áðan að tíminn vœri margbreytilegur og mótanlegur eins ogformið. En hvað þá með tíðarandann? Mér finnst það einkenna bestu höfundana að þeir eru alltaf módern, að verk þeirra vísa fram í tímann eða höfða til okkar núna, sama hvað þau voru skrifuð fyrir löngu síðan. En á hverjum tíma verður að finna upp nýtt tungumál, jafnvel yfir hluti sem hafa ekkert breyst. Landslagið á íslandi hefur ekkert breyst, en ég get ekki skrifað landslagslýsingar eins og voru skrifaðar TMM 1996:2 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.