Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 20
Ég lýsi þessum kvenpeningi bara eins og mér finnst hann eigi að vera. Báðar eru samsettar og þversagnakenndar manneskjur. Þó að Harpa sé ekki lík Öldu til dæmis, þá hafa báðar sveiflukennt geðslag. Og ég held að flestir séu þannig, þekki að minnsta kosti ekkert annað. Alda sveiflast eftir ástinni og ástarsorginni, en það er statísk ástæða, það er ástand sem skapaðist og er alltaf eins, hún er varla nálægt þessum manni í öll þessi sjö ár og heldur samt áfram að sveiflast og elsk’ann og hat’ann. En Harpa Eir er með ástand yfir sér sem er breytilegt frá einni mínútu til annarrar, það er þessi hryllilega dóttir, skrímslið. Og í framhaldi af öllu þessu: Hvað með kvenímyndina almennt í bókunum þínum? Hugsarðu mikið um slík mál, feminisma og kvenhetjur? Konurnar í bókunum mínum eru ekki kvenímyndir, þær eru söguhetjur sem ég fer höndum um af allri þeirri ást og umhyggju sem ég á til, án þess að eiga beint í lesbísku sambandi við þær, a.m.k. hingað til. Fleira kemur til en ást og umhyggja, óþolinmæði til dæmis gagnvart brestum þeirra, óþolinmæði sem ég verð auðvitað að fela í textanum og breyta í eitthvað annað. Það er svo margt sem manni fínnst, en má ekki láta bera of mikið á að manni finnist, eða verður að nota útsmognar leiðir til að koma því að. Ef ég mætti segja frá einhverri gryfju sem mig langar ekki til að falla í þá er það þessi lymskulega sjálfsupphafning kvenna, sem ég á erfitt með að þola og þar er innan sviga ‘við konurnar erum betri, við erum æðri flokkur’. Mér finnst ég geta leyft Hörpu að vorkenna sjálfri sér upphátt, það finnst mér vera allt annar hlutur en að vera með undirliggjandi sjálfsvorkunn og upphafningu. Og Harpa má eiga það að hún er ekkert að upphefja sig en hún hefur annan kvenlegan eiginleika sem er sá að hún dregur úr sér. Samt er hún rosalega hugrökk og er náttúrulega hvunndagshetja. Það er nú annað en Alda mín, það þýðir ekkert að kalla öldu hvunndagshetju, hún er sparihetja. Mér fmnst konurnar mínar ólíkar. Þó eiga Harpa Eir og Alda sameigin- legan gríðarlega sterkan vilja, og Samanta líklega líka. En það er viljinn sem brýtur Öldu á bak aftur, eða hún brotnar þegar hennar vilji verður ekki, þegar hún fær ekki þann sem hún elskar. En það er hinn sterki og þó brothætti vilji Hörpu sem drífur hana á áfangastað og rífur hana upp, öfugt við Öldu. Alda er þó sú sem ætti að standa mun betur að vígi. En Harpa er sú sem hefur skjólstæðing til að berjast fyrir, dóttur sína. Kannski það sé ömurlegasta hlutskiptið bæði í lífi og bók að eiga sér ekki lifandi skjólstæð- ing. Að vísu á Alda skjólstæðinga, ástina og sannleikann, en þeir eru ekki áþreifanlegir. 18 TMM 1996:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.