Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 22
mér hvernig allt mögulegt er. Ég hefði aldrei skrifað þessa bók ef ég hefði átt ungling á villigötum, sem ég held að sé hræðilegt hlutskipti. í sumum tilfellum hef ég mikla ótrú á því að skrifa beint um eigin reynslu. Ég lít ekki svo á að það sé mitt hlutverk að segja sannleikann um hvernig er í pottinn búið með eitt og annað, heldur á verkið að vera satt í sjálfu sér. Það sem ég skrifa hefur ekkert með ytri sannleika og lygi að gera, heldur verður innri heimur verksins að vera sannur. Á þann hátt finnst mér kjarninn í því sem ég sýsla við vera einhverskonar sannleiksleit. En það er eitthvað falskt við að tala um að verk sé heiðarlegt: „Þetta er svo satt, þetta er svo heiðarlegt“ ... Maður er í því að hafa þetta almennilegt ef maður mögulega getur og orðið heiðarleiki er einhvern veginn skrýtið í þessu samhengi. Hverjum mundi til dæmis detta í hug að kalla Don Kíkóta „heiðarlegt verk“. Margir góðir skáldsagnahöfundar ástunda ólíkindalæti sem lesandinn tengir sig við með eigin sköpunarkrafti. Það er semsagt munurá heiðarleika innan verksins og heiðarleika eða sannleika sem hefur einhverja veruleikavídd eða skírskotun? Algerlega. Til dæmis ef það er heiðarleiki að geta bara skrifað um eitthvað sem maður þekkir, þá er ég ekki með á nótunum. Mitt starf, þegar ég er að skrifa skáldsögu, er að ímynda mér allan fjárann sem ég hef aldrei prófað á sjálfri mér og mun aldrei gera. Ég hef konkret dæmi. Ég á draumastað á Islandi. Hann er ekki austur á fjörðum eins og Hjartastaðurinn, heldur í Skaftafellssýslu. Það var og er mín sveit. En mér hefði þótt klámfengið að taka hraunið mitt og jökulinn minn og fljótið mitt og gera það að staðnum hennar Hörpu, það bara kom ekki til greina. Fyrir utan þá praktísku ástæðu að það þurfti að minnsta kosti tveggja daga ferð utanum bókina! Ef ég hefði notað minn stað hefði ég líka verið svo bundin, t.d. af hraunnibbunum og grágrýtinu ffá því þegar ég var stelpa. Ég verð að fá að ímynda mér allt aðra og litríkari steina sem finnast ekki þar sem ég var. Geislasteina og jaspis sem ég fór á mis við þegar ég var lítil og verða ekki höndlaðir úr þessu nema í skáldskap. Er lesandinn nálægt þér þegar þú ert að skrifa? Höfundur skrifar bækur til að þóknast sjálfum sér. Ef hann reynir að sleikja sig upp við lesandann er verkið dauðadæmt. Hins vegar má segja: Nú ef höfundur er bara að skrifa fyrir sjálfan sig, af hverju þurfa þá til dærnis persónurnar að heita eitthvað, því höfundurinn hlýtur að vita um hvern hann er að tala í hvert sinn. Þannig að bók sem er ætluð til útgáfu hlýtur á 20 TMM 1996:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.