Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 34
lýsingar víðsfjarri Skúla, hann slær allt slíkt úr höndum manns. Þarna er ekki að finna sjálfsvorkunn. Hann veit að hann er ekki sá fyrsti, og ekki sá síðasti sem verður blindur. Og hann gerir sér fljótlega grein fyrir því að það sem skiptir höfúðmáli er að vera lifandi. En þrátt fyrir æðruleysi hans freistast maður enn til að lesa svolítið milli línanna, strjúka fíngri yfír „blindraletur andans“. Svo er annað mál hvort maður er nema stautfær á það. Blindan dregur enn frekar fram lífið í þessum næma manni. Bókin er skrifuð af jafnaðargeði þess sem er sterkur, en jafnframt mildur í styrk sínum og hefur öðlast raunverulegt víðsýni fyrir tilverknað svo ólíklegrar reynslu sem sjón- leysi er hvað það varðar. Næsta bók hans sem leit dagsins ljós, kom átta árum síðar (Heimskringla, 1969), og hana nefndi hann eftir frægum orðum Pílatusar: Það sem ég hef skrifað. Skúli notar þessi orð í hógværð; gefur í skyn að varla taki því að safna saman lesmálinu sem þarna kemur á bók, en sú hógværð er með öllu óþörf. Þetta er safn greina hans á tímabilinu 1931-1966, og skiptist þannig nokk- urnveginn að jöfnu milli greina sem ritaðar eru fyrir blindu og eftir hana. Ýmislegt ber þar á milli í afstöðu og hljómblæ, en sami maður skrifar, þrátt fyrir breyttar forsendur. Kannski er hann líka að renna stoðum undir það með titlinum? Þess ber einnig að gæta að blindan kom ekki einsog þruma úr heiðskíru lofti, hann hafði nokkuð lengi vitað hvert stefndi. Allsstaðar skín í gegn sterkur og sérstæður persónuleiki í þessum greinum. Vissulega eru þær misskemmtilegar, sumar bundnar stað og stund lands- og heimsmála umfram aðrar, en allar lestrarins virði, og margar ættu skilið að verða sígildar á sínu sviði bókmenntanna, gefa t.d. ekkert eftir ritgerðum Þórbergs Þórð- arsonar, sem allir ættu að geta verið sammála um að séu ómissandi, hvernig sem skoðunum annars er varið. Þar kemur listfengi til, og formgáfa Skúla er í besta lagi, auk þess býr hann yfir orðkynngi sem skilar sjaldgæfum áhrifum í einfaldleika sínum, því hann er ekki skrautyrtur eða skrúðmáll. Ef ég má enn reyna á þolinmæði og halda áfram tengingum og hliðstæðubendingum, langar mig að nefna Stefán Jónsson „fréttamann“. Með hæfilegri einföldun má segja að það hafi líka verið fötlun sem mótaði rithöfundargáfu hans. (Ég vona að mér fýrirgefist þó ég hafi óvart hampað gildi þjáningarinnar hér og hvar í þessum línum, Skúla hefði líklega þótt það meira en hæpið!). Bækur Stefáns eru margar hverjar að eðli ef ekki beinlínis formi til nálægt bókum Skúla. Og kímnigáfan er ekki ólík, þeir hafa báðir í ríkum mæli þennan hæfileika til að skoða hlutina frá óvæntum sjónarhornum, og ekki „bara til gamans“ heldur af því lífið hefur kennt þeim það. Hjá þeim er alvaran oft þyngri en hún kann að virðast. En það er ekki nein grafaralvara, heldur heilbrigð alvara þess sem hugsar eftir brautum lífsins. Heyrt en ekki séð (Skuggsjá, 1972) er frásögn af ferð sem hann fór til 32 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.