Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 36
einsog ævinlega lætur Skúli ekki staðar numið við heimasveitina þó hann sé samgróinn henni og heyri þar grasið gróa, hann heyrir líka grasið gróa úti í hinum stóra heimi, og heyrir auk þess sífelldar drunur frá vígvélum og slöngvar anda sínum gegn slíku til varnar. Hann „kennir til í stormum sinnar tíðar“ einsog þar stendur. Hann er af innsta grunni friðsamur einsog stráin á hlaðinu hans, þó hann eigi að vísu til að gerast nokkuð herskár í orðum þá er það ekki af hvöt til vígaferla heldur tryggð við sannleikann. Hann berst fyrir friði. í bókarlok er undurfallegur kafli þar sem hann endursegir með eigin orðum smásögu eftir norska skáldið Johan Bojer og leggur út af henni, játar lífinu, landinu og ástinni trúnað sinn og þannig lýkur þessu óvenjulega höfundarverki — í sátt við guð og menn. I mínum huga er ekkert ofsagt þó fullyrt sé að Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum sé í hópi okkar bestu rithöfunda á þessari öld. Hann synti utan meginstraums þess fallvatns sem nefnt er Skáldskapur, og líður kannski nokkuð fyrir það í „bókmenntasögunni" einsog fleiri, en allt fellur í einn straum að lokum, og hann á eftir að verða metinn að verðleikum. Menn einsog hann, sem tengja okkur landi, uppruna, samtíð og sögu, dýrum sem við deilum jörðinni með, og síðast en ekki síst — öðrum mönnum, í látlausri leit sinni að skilningr, þeir eldast ekki, og gleymast eklci heldur þó hljóðni um þá einhverja stund. Sjáandinn William Blake var „gleymdur" í 100 ár, og þó Skúli væri blindur var hann líka sjáandi, þó með öðru móti væri en Blake. Hann skrifaði þessar bækur sem eru einkennilega góðar, hvort sem höfð er hliðsjón af „aðstæðum" eða ekki. Pétur Gunnarsson ritaði ágæta grein í TMM í fyrra, þar sem hann bendir á gloppur í endurút- gáfu bóka á íslandi. Sumar eru augljósar, aðrar huldari, og í þeim gloppum liggja bækur Skúla meðal annars, en vonandi verða þær einhvern tíma brúaðar og bækurnar dregnar úr djúpinu, einsog þær eiga skilið. Ég held það hafi verið Guðrún Helgadóttir sem sagði: börn eiga skilið að fá góðar bækur. Um leið og það er heilshugar samþykkt er hægt að bæta við: þjóðin öll á skilið að fá góðar bækur, og Skúli lagði fram sinn skerf, en nú er kominn tími til að líta aftur á uppskeruna. Mér er ókunnugt um hvort mikið efni hefur legið óbirt í fórum Skúla þegar hann lést, en það væri verðugt verkefni fyrir hvern sem er að taka það til athugunar. Að svo mæltu læt ég lokið þessari sundurlausu og takmörkuðu samantekt, en vona að aðrir eigi eftir að taka upp þráðinn og gera ritum hans betri skil. Oft er talað um „ævintýri í íslenskum bókmenntum.“ Eitt þeirra gerðist norður í Hrútafirði, og það er hljóðlátt en lærdómsríkt nútíma- ævintýri. 34 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.