Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 37
Guðbergur Bergsson Létt föl á jörð Hann hafði farið ungur til útlanda fremur til þess að fara burt en hann langaði að sjá ókunn lönd eða setjast þar að. Morgun einn meðan hann dundaði við framköllun á Ijósmyndastofunni hafði runnið upp fyrir honum ljós og hann þóttist sjá að brottförin væri honum í blóð borin, svo hann keypti farmiða í hádeginu, talaði við meistarann og kvaðst vera farinn. Um kvöldið þráttaði hann við foreldra sína um ráðleysi ungra manna, en tveimur dögum síðar fór hann. Á þessum árum var hann ekki einn um það að útþráin kallaði, að sigla var í eðli tímans. Fólk fór ekki lengur yfir pollinn bara til að segjast vera siglt heldur langaði það að skoða heiminn og bera sig saman við hann. Til þess að kveðjurnar yrðu styttri hafði hann flogið og varla látið sjá sig eftir það fyrr en núna, þegar hann var sendur af La Moda til að athuga möguleika á töku mynda af hausttískunni í grýttu umhverfi. Hugmyndin að þessu var ekki frá honum komin, hann minntist aldrei á ættland sitt í sambandi við neitt og svipaði þannig til flestra annarra í tískunni, því þar er enginn frá neinum ákveðnum stað. Þeir sem lifa í heimi tískunnar eiga hvergi heima nema í henni. Að vísu hafði stundum áður verið minnst á fsland í sambandi við tísku og ljósmynd- un, birtuna þar og landslag í tengslum við liti og áferð á efninu, þá fann hann fyrir skyndilegum klökkva og heimskulegri reiði. Þegar hughrifin voru að ganga yfir hafði hann á tilfinningunni að andlitið hlyti að aímyndast eins og á ófreskju, svo hann langaði að sjá sig í spegli. Þótt það sé auðvelt að skoða sig í umhverfi tískunnar, beindi hann athygli manna frá því sem tæpt hafði verið á, sem var hægur vandi, tískufólk virðir einkalíf annarra meira en aðrir, þrátt fyrir dylgjurnar sem fylgja því. Þær eru fremur til þess að breiða yfir en leiða í ljós. Umræður fólks í þessu fagi eiga líka vanda til að vera á flökti með sama hætti og smekkur þess og skoðanir. Yfirleitt stóðu fagur- kerarnir stutt við í flestu nema þegar rætt var um hvaða umhverfi TMM 1996:2 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.