Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 48
Bjarki Sveinbjörnsson Drýpur drop, drop, drop ...! Dálítið um Þorstein Hauksson tónskáld Inngangur Það er ólíku að jafna í dag aðstæðum ungu tónskáldanna hvað varðar mat á verkum þeirra og þeirrar kynslóðar sem kom fram um 1960. Sú kynslóð braut í nánast öllum atriðum hefðbundnar tónsmíðaaðferðir og tónmál og því átti hún mun meira á brattan að sækja til að leggja sinn skerf til tón-/hljóð- heimsins en þeir sem eru að stíga sín fyrstu spor nú. Hljóðheimurinn á undanförnum 40-50 árum er svo gjörbreyttur og þróaður að það er erfitt að hugsa sér eitthvert nýtt hljóð sem ekki hefur heyrst áður. Tónskáldin um 1960 vöktu ekki aðeins athygli fyrir verk sín, heldur urðu nöfn þeirra þekkt fyrir byltingarkennt framlag gegn hefðbundinni tónlistarhefð, og nýjar að- ferðir við flutning tónlistar. Umhverfið er orðið svo vant öllu áreiti gegn hefðunum að enginn telur það til nýjunga. Fyrir þá sök verða ýmis nöfn yngstu tónskáldanna ekki jafn oft á vörum almennings og áður, þó svo margt sem þau eru að gera beini ekkert síður spjótum sínum framávið en þá, þó ekki sé það eins afgerandi og á þeim tíma. Ég vil í þessum línum reyna að gera örlitla grein fyrir sköpunarferli eins af frumherjum, ja líklega 3. kynslóðar tónskálda á þessari öld, Þorsteins Haukssonar, sem vekur vaxandi áhuga með verkum sínum, ekki bara á íslandi, heldur einnig víða erlendis. Upphafið Áhuginn á hljóðinu kom snemma. Fyrsta hljóðlindin er altók huga hans var bunan úr eldhúskrananum. Hljóðið sem myndaðist er vatnið draup eða seytlaði niður í vaskinn. Það sökkti honum á kaf í undraheim þann sem átti síðar eftir að verða svo stór hluti af lífi hans — hljóðheiminn. Önnur börn sulluðu í vatninu, en Þorsteinn Hauksson hlustaði á það! Það var í kringum 1960 að Þorsteinn, þá 10 ára gamall, hóf píanónám. Að loknu einkanámi hjá Carl Billich innritaðist Þorsteinn í Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði þar m.a. píanónám undir handleiðslu Rögnvalds Sigurjónssonar alla leið upp í gegnum einleikaraprófið. 46 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.