Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 65
Á þessum tíma samdi ég ekkert heldur einbeitti mér að því að spila. Þó endaði með því að ég fór í einkatíma í tónsmíðum til Hals Crooks básúnu- leikara sem var mjög gagnlegt. Það sem ég samdi hjá honum var þó gjörólíkt því sem ég geri nú. En Hal sagði eina setningu sem ég rifja oít upp: „Það er afskaplega hollt að semja mikið því að maður þarf að losa sig við fullt af rusli.“ Það gerði ég á þessum tíma. Skömmu eftir að ég kláraði skólann fór ég til Tyrklands ásamt Jill, Jim Black og Ray Parker bassaleikara. Okkur hafði verið boðið að spila á nýjum jazz-klúbbi í Istanbúl í einn mánuð. Því miður hafði eitthvað dregist að koma klúbbinum á laggirnar og við biðum í heilan mánuð peningalítil eftir að eigandi staðarins lyki við að múta embættismönnum og verkalýðsfélögum til að fá tilskilin leyfi og starfsfólk. Loks snerum við aftur án þess að Tyrkir fengju að heyra okkur spila eina nótu. Því næst kom ég heim og byrjaði að kenna í FÍH-skólanum. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég Jim, Chris og Skúla til að spila með mér tvenna tónleika á Púlsinum og þá byrjaði ég að semja eitthvað að ráði. Viðtökur voru mjög góðar og fullt hús bæði kvöldin. Hvernig hefur reynsla þín svo verið afþví aðflytja tónlistþína hér á landi? Hér hefur verið ákaflega lítið um tilraunir í jazztónlist. Raunar hefur verið mjög lítið frumsamið hér, og þá helst á fusion-línunni. Það lá svo sem ekkert sérstakt að baki því að fara að kynna þessa tónlist hér annað en að ég fæddist hér og þetta er sú músík sem ég get hreinskilnislega sett fr am sem mína eigin. Og það hefur alltaf reynst nógur áhugi hér til að þetta hefur gengið. Fólk kemur á tónleikana af því að því finnst að verið sé að gera eitthvað nýtt þó það sé kannski ekki beinlínis það sem það hefur mestan áhuga á. Fá listform eru tilbúin að taka við fólki sem er að endurgera eitthvað gamalt. Það þykir ekki mikið varið í að endurgera Laxness eða mála Mónu Lísu aft ur. Tónlist er eina listgreinin sem hampar fólki sem endurvinnur efni. Sjálfum finnst mér það ekki eðlilegasta leiðin að fara. Ég man að ég heyrði Peter Brötzmann spila í Norræna húsinu þegar ég var unglingur. Mér fannst þetta alveg rosalega ff íkað og ég skildi þetta ekki alveg. En ég skynjaði þennan kynngikraft og þessa ástríðu í tónlistinni og hvað þetta var ólíkt þessum íslensku jazzleikurum sem eru að spila á börum sömu lögin í þrjúhundrað- asta sinn. Ég heyrði svo í Brötzmann á tónleikum löngu síðar og þá skildi ég músík hans miklu betur. Tómas R. Einarsson hefur samið mikið af músík og verið duglegur við að gefa út. En upp til hópa eiga íslenskir jazztónlistarmenn stóran þátt í því hvað vinsældir tónlistarinnar eru litlar. TMM 1996:2 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.