Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 86
spurningar sem ganga lengra en greinargóð kenningasmíð Webers, en hægt væri að skýra það með aðstoð þeirra hugmynda hans sem að baki búa. Eins og ég mun reyna að sýna fram á eiga röklegar forsendur alræðisáætl- ana rætur sínar í víxlverkun átaka milli „heimskerfa“ og sameiningarafla sem blandast inn í átökin. Með þessu er ekki verið að halda því fram að hægt sé að þróa líkan Webers í heilsteypta kenningu eða tæmandi skýringu á alræð- ishyggjunni. En til að hægt sé að gera grein fyrir kreppunum sem ruddu alræðishreyfingum leið, þeim félagslegu öflum sem þessar hreyfingar virkj- uðu og þeim straumum stjórnmálanna sem urðu til þess að alræðisstjórnir komust til valda, er þörf fyrir beinskeyttara sögulegt sjónarhorn. En það má halda því fram að hin ófullgerða greining Webers á vanda nútímans varpi ijósi á sumar grundvallarforsendur alræðishyggjunnar og láti í té lykil að skilningi á heimssögulegum forsendum hennar. I stuttu máli sagt, er fyrir- bærið alræði viðbrögð við þeim grundvallarátökum sem Weber greindi, tilraun til að yfirvinna þau og um leið uppspretta nýrra átaka. Að staðsetja alræðishyggjuna í breiðara samhengi brotakennds nútímans er, að sjálfsögðu, að leggja til sjónarhorn samanburðar. Mismunandi útfærsl- ur alræðisvalds má tengja sameiginlegum uppruna, jafnvel þó að þær séu grundvallaðar á ósamrýmanlegum hugmyndum og túlkunum á honum. Hrun sovéska kerfisins hefur gert það kleift að sætta sig við hugmyndina um samanburð þess og hinnar (augljóslega meira sjálfseyðandi) fasísku sam- svörunar, þó að hún mæti enn nokkurri mótspyrnu, sérstaklega þegar hún er misskilin sem fullyrðing um orsakasamhengi milli þeirra tveggja. En samanburðurinn þarf ekki að vera grundvallaður á neinni slíkri hugmynd. Hann felur heldur ekki í sér fýrirfram að horft sé nánast algjörlega fram hjá því sem á milli ber. Það er rétt að við getum byrjað á bráðabirgðaskilgrein- ingu á sameiginlegum grundvelli þeirra, en nánari skoðun mun leiða í ljós hve bilið er breitt milli þess sem byggt er ofan á hann. Þegar frumþættir allra alræðisforma eru skoðaðir kemur í ljós að þau eru afbrigði almennari hugsjónar í nútímanum: um óendanlega uppsöfnun valds með óheftri beitingu tæknilegrar skynsemi (þetta er það sem Weber lýsti sem trú á að við gætum náð tökum á öllum vanda með útreikningum). Svo gæti virst sem sérkenni alræðis felist í undirgefni við ríki sem útlokaði fjölhyggju, bældi niður átök og legði sig fram um að stjórna öllum sviðum mannlífs. En þessi sambræðsla ríkismyndunar og alhæfðrar valdhugsunar stenst ekki og þeir viðbótarþættir sem einkenna hinar tvær megingerðir alræðishyggjunnar eru gerólíkrar ættar. Sovéska kerfið — sem tók á sig endanlega mynd á tímabili „annarrar byltingarinnar“ við lok þriðja áratugs aldarinnar og upphaf þess fjórða — gerði ráð fyrir að átök og kreppur nútímans yrðu leyst á sviði stjórnmálanna. 84 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.