Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 87
Ríki sem fól í sér alþjóðlega hagsmuni átti að sameina á skynsamlegan hátt sundurtættan heim sem vestrænn nútími réð ekki lengur við. En hafi lykilöfl þessarar áætlunar verið stjórnmálalegs eðlis, þá var lögmæti hennar fengið annarsstaðar frá: valin en um leið óhófleg túlkun nútíma vísinda var notuð til að móta nýja hugmyndafræði (skilgreinda sem vísindaleg heimsmynd af áhangendum en — með meiri rétti — sem veraldleg trúarbrögð af gagn- rýnendum) og til að réttlæta kröfuna um hærra stig skynsemi (díalektískrar skynsemi). Hin afgerandi trygging og mælikvarði árangurs var ennfremur tengd efnahagssviðinu. Fyrir það fyrsta var búist við því að sjálfseyðandi efnahagsvirkni kapítalismans yrði til þess að félagsleg öfl tækju sig saman og tryggðu lokasigur kommúnismans; hitt var að búist var við því að síð- arnefndi kosturinn myndi sanna yfirburði sína með því að skapa þróaðra efnahagskerfi. Spennan milli grundvallarboðorða stjórnvaldsins og óaftur- kallanlegrar skuldbindingar við samkeppni á heimsmarkaðnum var einn helsti innanlandsvandi Sovétkerfisins og undir lokin var lausn hans orðin knýjandi. Varðandi hitt átakasviðið sem Weber benti á, svið þjóðmenningar og sjálfsmynda, þá gerði Sovétkerfið sér minni rellu út af því, sem þýðir þó ekki að sögulegt hlutverk þess hafi verið aukaatriði. Til skýringar má draga þetta saman í þrjú atriði. Áform kommúnismans byggðist á kenningu sem smættaði þjóðir og þjóðríki niður í tímabundin nútímafyrirbæri og bjóst við að þeim yrði útrýmt í framvindu heimssögunnar; valdabaráttan og stjórnlist útþenslunnar varð til þess að kommúnistahreyfingin fór að huga meira að þjóðernisvandanum, í fyrstu aðeins í því augnamiði að auðvelda stjórnvöld- um að koma sínu fram á fölskum forsendum; vandamál skutu upp kollinum við myndun kommúnistastjórna og við að aðlaga stefnu kommúnista nýjum aðstæðum og urðu til þess að gerð voru bandalög við þjóðernisöfl, metnað þeirra og hugmyndafræði, sem aldrei var gerð fullnægjandi grein fyrir en skiptu oft miklu fyrir gang sögunnar. Hin fasíska útfærsla alræðisins var einnig grundvölluð á sterku ríki sem reyndi að hafa sem mesta stjórn á samfélaginu. Staðreyndin er sú að í fyrstu skráðu heimildinni um notkun orðsins „alræði" (notað af frjálslyndum fjandmanni stjórnar Mussolinis) virðist hafa verið lögð áhersla á þetta atriði án þess að þar byggi neitt frekar að baki. Ólíkt hinni kommúnísku útgáfu, byrjar fasisminn með alhæfingu þjóðlegrar sérhyggju og því með opinberri yfirlýsingu um átök á stigi skipulagðra samfélagsheilda (ólíkt þeim kerfis- bundnu sviðum sem Weber fékkst aðallega við). Þjóðin kemur fram sem sjálfstæður merkingarheimur, en innan hans má flétta saman hina ósam- stæðu og innbyrðis firrtu þætti nútímans og hafa víðtækara eftirlit með þeim. Skynsemi vísindanna, augljóslega sá þessara þátta sem hefur mest og algildust áhrif til útjöfnunar, var — aftur öfugt við sovéska kerfið — ekki TMM 1996:2 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.