Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 92
Ólafur Sveinsson La Fura dels Baus í Tiergarten, stærsta útivistargarði Berlínar, er sirkustjald sem heitir Tempodrom. Það eru um tíu ár síðan það var reist þar af konu sem átt hafði sér þann draum, frá því hún var lítil stúlka, að eignast sirkustjald. Þegar faðir hennar hrökk upp af og ánafnaði henni álitlegri summu, dreif hún í að gera þennan draum sinn að veruleika. En hafi hann tengst trúðum, ljónum, línudönsurum, dvergum og galdramönnum þegar hún var lítil, hafði smekk- ur hennar breyst eftir að hún varð stór. Undanfarin tíu ár hefur Tempodrom verið einn skemmtilegasti „tónleikasalur“ borgarinnar. Nick Cave spilar þar til að mynda á hverju ári, David Byrne var þar um daginn, Les Negresses vertes fyrir nokkrum árum, Einstuerzende Neubauten, Miles Davis, Scream- ing Jay Hawkins, B.B. King, Nina Hagen osfrv. svo nokkur af þekktari nöfnunum séu talin upp. Eini sirkusinn sem ég veit fyrir víst að hefur troðið þar upp, var franskur kvennasirkus. En nú eru dagar Tempodrom í Tiergar- ten taldir. Berlín orðin að höfuðborg hins endursameinaða Þýskalands, þinghúsið Reichstag í næsta nágreni og það vantar lóðir undir skrifstofuhús- næði kanslaraembættisins. En það er ekki aðeins Tempodrom sem á eftir að hverfa úr Tiergarten þegar valdið heldur endurinnreið sína í þetta gamla þinghús keisara og síðar Weimarlýðveldisins og Hitler lét brenna sem frægt er af spjöldum sögunnar og kenna kommúnistum um. Tiergarten Það má segja að Tiergarten, þessi gamli veiðigarður Prússakónga, endur- spegli sögu Þýskalands og sögu valdsins þar síðustu tvöhundruð árin eða svo. Lengi vel mátti lýðurinn ekki leggja leið sína þangað svo aðallinn gæti veitt þar í friði. Þýskalandskeisari átti þar sumarhöll (veiðihús) Schloss Bellevue, sem forseti hins endursameinaða Þýskalands er nú að flytja í. Hitler lét sigursæla heri sína marsera á breiðstrætum gegnum garðinn. Eftir stríð var Tiergarten í jafn mikilli rúst og borgin. Þau fáu tré sem eftir stóðu voru felld og kurluð í eldivið og svangir borgarbúar breyttu honum í einn stærsta kartöflugarð landsins. Byrjað var að rækta hann upp á sama tíma og efna- 90 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.