Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 98
 er tekinn, fötin rifm af honum, öll mótspyrna tilgangslaus og honum stillt nöktum uppá pappakassastæðu. Á sýningartjaldinu blikkar „Tilviljun, Til- viljun“ meðan þeir samfestingsklæddu ryðjast aftur inn í skarann í leit að næsta fórnarlambi, tökumaðurinn fylgir þeim eftir eins og skuggi og allan tíman hefur maður á tilfinningunni að maður sjálfur geti orðið fyrir barðinu á þessu gengi og verið berháttaður, áður en manni er stillt eins og illa gerðum, eða alltént illa vöxnum, hlut uppá kassastæðu. En þegar þessi leikur hefur verið endurtekinn 7-8 sinnum, skilur maður að tilviljunin er engin tilviljun og að sýningin er þegar hafin með leikurum sem eru eins og þeir komu úr móðurkviði, naktir. Þeir rífa hvít tjöldin af speglaveggjunum og maður veit af sjálfum sér einhversstaðar í þessari þvögu sem mótar fýrir aftan við leikarana. Upphafið, vagga mannkyns og þá þegar birtist foringi. Hann er með kylfu sem hann notar til að berja mennina og nauðga konunum og þvingar fólkið með því móti og gífuryrðum um mátt sinn og megin til hlýðni við sig. Valdið í sinni upprunalegustu mynd. En fólkið lærir ekki aðeins að hlýða honum, heldur líka að verjast með aðstoð pappakassanna sem er þvælt fram og aftur um áhorfendaskarann meðan á sýningunni stendur, til að byggja upp tákn- rænar senur fýrir mismunandi þróunarstig mannkyns. Og þó, þetta orð þróun á frekar illa við, enda felur það í sér þá sannfæringu að mannskepnan sé þrátt fyrir allt á réttri leið að einhverju háleitu og göfugu markmiði, skoðun sem mér er mjög til efs að meðlimir La Fura dels Baus myndu skrifa undir. Fólkið byggir sér einfalt virki til varnar, virki sem ver það að vísu en einangrar líka frá umheiminum og meðal þess rís upp nýr foringi. í stríðinu sem óhjákvæmilega fylgir, hrynur virkið, fólkið deyr eða flýr og úr rústum hins gamla kerfis og pappakassakraðaksins, hefst næsta stig í „þróunarsögu“ mann- kyns. Allan tíman fylgist tökumaðurinn með í beinni útsendingu, en inní þær myndir sem hann tekur, er blandað myndum sem rninna mann á eitthvað sem maður hefur margoft séð, frá stríðshrjáðum héruðum og ýmsu öðru. Rokktón- list, ofbeldi, blóð, nauðganir í beinni útsendingu, nærmyndir, töff! Þannig gengur kvöldið fyrir sig, annarsvegar með tæknilega mjög flókinni sýningu, en um leið mjög einfaldri þar sem pappakassarnir eru ásamt leikurunum í aðalhlutverkum. Þjóðfélagið verður sífellt flóknara og sér- hæfðara. Trúarbrögðin koma til sögunnar, vísindamaðurinn, verkfræðing- urinn, vélarnar osfrv. osfrv. Þær byggingar sem pappakassarnir eru notaðir til að byggja með og leikið er á og í kringum, nálgast nútímann meir og meir. Babelsturn, píramídi, múr sem skiptir áhorfendarýminu í tvennt svo nokkuð sé nefnt. En valdið er alltaf samt við sig, lærir aðeins að dylja sig betur og taka í sína þjónustu það sem hentar úr trúarbrögðum, vísindum og tækni til að hafa betri stjórn á fólkinu. Lífið er hringrás baráttu, sköpunar og dauða og það speglast í mannlegu samfélagi, nema hvað sú þekking og sú tækni 96 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.