Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 103
Þú gætir haldið að þetta sé ómakleg hefnd á látinni dömu og gagnrýnanda, hefnd fyrir að hún benti einfaldlega á að Flaubert hafði ekki mjög glögga hugmynd um litinn á augum Emmu Bovary. En ég er ekki sammála reglunni de mortuis nil nisi bonum[gott einn um hina látnu] (ég tala sem læknir, þegar allt kemur til alls); og það getur verið svo óskaplega ergilegt þegar gagnrýn- andi bendir á eitthvað af þessu tagi. Ég var ekki gramur út í dr. Starkie, ekki í fyrstu — hún var nú bara að vinna vinnuna sína, eins og sagt er — heldur út í Flaubert. Gat þá þessi nákvæmi snillingur ekki einu sinni látið augun í frægustu söguhetju sinni hafa einn ákveðinn augnlit? Haha. En þar sem maður væri ófær um að vera reiður út í hann lengi í einu, myndi maður beina reiðinni að gagnrýnandanum. Ég verð að játa að í öll þau skipti sem ég hafði lesið Frú Bovary hafði ég aldrei tekið eftir litadýrð augnanna í söguhetjunni. Hefði ég átt að gera það? Hefðir þú gert það? Var ég kannski of upptekinn við að taka eftir einhverju sem fór framhjá dr. Starkie (þó að ég átti mig nú ekki á því í augnablikinu hvað það gæti verið)? Orðum þetta öðru vísi: Er fullkominn lesandi einhvers staðar til, er til algildur lesandi? Felur lestur dr. Starkie á Madame Bovary í sér öll viðbrögð mín þegar ég les bókina og svo heilmikið í viðbót, þannig að minn lestur sé á vissan hátt til einskis? Nei, vonandi ekki. Minn lestur gæti verið marklaus frá sjónarmiði sögu bókmenntagagnrýninnar, en hann er ekki marklaus ef spurt er um ánægju. Ég get ekki sannað að leikmenn njóti bóka betur en atvinnugagnrýnendur, en ég get sagt þér eitt sem við höfum framyfir þá. Við getum gleymt. Dr. Starkie og hennar líkar eiga við bölvun minnisins að stríða, bækurnar sem þeir kenna og skrifa um geta aldrei dofnað úr minni þeirra. Þær verða að fjölskyldumeðlimum. Kannski er það einmitt þess vegna sem sumir gagnrýnendur koma sér upp einhverjum yfirlætistóni gagnvart viðfangsefninu. Þeir láta eins og Flaubert, Milton eða Wordsworth séu einhver leiðinleg, gömul frænka í ruggustól sem angar af gömlu púðri, hefur aðeins áhuga á því liðna og hefur ekki sagt neitt nýtt í mörg ár. Auðvitað er þetta hennar hús og allir búa þar ókeypis; en þó svo sé, þetta er svo ..., já, þú veist... tíminn. Hinn almenni og ástríðufulli lesandi getur aft ur á móti leyft sér að gleyma; hann getur farið burtu, verið ótrúr með öðrum höfundum, komið aftur og fengið aðgang að nýju. í sambandinu kemur aldrei upp neinn heimilishvers- dagsleiki; það getur verið slitrótt, en þegar það er, þá er það líka sterkt. Ekkert myndast af þeirri illgirni sem skapast þegar fólk lifir í sama fjósinu. Aldrei stend ég sjálfan mig að því að minna Flaubert þreytulega á að hengja upp baðmottuna eða nota klósettburstann. Sem er einmitt það sem dr. Starkie getur ekki stillt sig um að gera. Heyrðu mig, rithöfundar eru ekki fullkomnir, TMM 1996:2 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.