Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 108
líkamsburði mátti greina teygjukenndar og bylgjukenndar hreyf-
ingar eins og hún væri áll. Rödd hennar — hún talaði með grófum,
lágnormandískum hreimi—var full af gælandi nótum og í augum
hennar, sem höfðu óljósan lit, græn, grá eða blá eftir því hvernig
birtan var, var alltaf eitthvað biðjandi.
Þessi klausa virðist hafa farið illilega framhjá dr. Starkie. Þegar allt kemur til
alls virðist þetta vera alvarleg vanræksla gagnvart höfundi sem hlýtur með
einum eða öðrum hætti að hafa borgað margan gasreikninginn fyrir hana.
Þetta gerir mig hreint og beint brjálaðan. Skilurðu núna hvers vegna ég hata
gagnrýnendur? Ég gæti reynt að lýsa fyrir þér mínum eigin augnsvip þessa
stundina; en það er horfínn af þeim allur litur, ég er svo reiður.
*
Julian Barnes (f. 1946) er vel þekktur enskur höfundur og sjónvarpsgagn-
rýnandi, og hefur hann meðal annars sent ffá sér nokkrar skáldsögur.
Kaflinn sem hér fer á undan er úr sögu sem heitir Páfagaukur Flauberts
(Flaubert’s Parrot, 1984) og segir frá lækni einum sem rannsakar ævi og
verk Flauberts af ástríðu, sem tengist því meðal annars að kona hans hafði
ráðið sér bana líkt og frú Bovary í samnefndri sögu Flauberts. Sagan er
málsvörn fyrir Flaubert og birtir um leið ágætan skilning á honum og
sögum hans. Hún er skrifúð af mikilli hugkvæmni og þekkingu, og er
byggingin með þeim hætti að kaflarnir njóta sín ágætlega hver um sig.
Kaflinn sem hér er þýddur hefur að geyma hugleiðingar um gagnrýni og
er það sögumaðurinn, Braithwaite læknir sem ekki þolir að hallað sé á
Flaubert, sem hefur orðið.
Árni Sigurjónsson þýddi.
106
TMM 1996:2