Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 111
þótt sem slíkar rannsóknir sýndu einstökum verkum heldur litla virðingu með því að þær leiddu alltaf til sömu niðurstöðu, óháð þeim bókmennta- verkum sem hafa legið til grundvallar hverju sinni: stéttaáhugamenn hafa fundið stéttakúgun í allri bókmenntasögunni, kvenréttindafólk hefur stað- fest þá hugmynd sína að konur séu kúgaðar í öllum skáldritum — nema kannski þeim sem nú eru glötuð en voru örugglega til í einhverri paradís kvennamenningar rétt áður en við höfum nokkrar heimildir til að styðjast við; og sálgreinar með bókmenntaáhuga hafa bent á að menn bæli mjög sömu frumhvatir sínar í skáldverkum allra alda. Enn nýrri og nokkru bókmenntalegri eru svo þær hugmyndir sem leggja mesta áherslu á lesendur skáldverka í eins konar sjálfsupphafningu bók- menntafræðinga sem benda réttilega á að í raun lifni bókmenntaverk ekki fýrr en lesandi taki sér bók í hönd og lesi það — því að við erum orðin svo firrt í sagna- og kvæðaskemmtun okkar að við hlustum ekki lengur á sagna- og kvæðamenn sem glíma við það verkefni að halda hóp áheyrenda við efnið heldur kemur orðlistin nú til okkar sem prentað mál. Það sé lesandinn sem gefi verkinu merkingu með lestri sínum heima í stofu, og sá lestur mótist af ytri aðstæðum hverju sinni, aldri, kyni, menntun, jafnvel skapi, veðri og félagsskap, eins og menn þekkja úr leikhúsi þar sem getur skipt sköpum að sitja með skemmtilegu fólki, og slík lestrarupplifun geti aldrei orðið eins hjá tveimur lesendum eða nokkuð nærri því sem einhver höfundur á hinum enda sköpunarferilsins ætlaðist til við allt aðrar aðstæður. Þetta síðasttalda sjónarhorn hefur leitt menn útí vaxandi viðtökurann- sóknir sem hafa meðal annars komið fram í því að markmið okkar með því að rannsaka Snorra Eddu er ekki endilega að komast að því verki sem Snorri Sturluson setti saman í öndverðu heldur viljum við draga fram hvernig verkið Snorra Edda hefur verið lesið og túlkað í aldanna rás, og hvaða hlutverki það hefur gegnt í menningu fólks, bæði hér heima og erlendis. Áherslan á sköpunarstarf lesandans hefur ýtt höfundinum til hliðar, og um leið gefið þeim sem fjalla um bókmenntir aukið sjálfstraust til að setja fram sína persónulegu túlkun eða jafhvel skoðun allt í krafti þess að þeirra lestur væri svo einstakur og jafnrétthár öllum öðrum að engin leið væri að malda í móinn yfir vitleysunni. Uppúr þessum ffæðilega jarðvegi hefúr sprottið sjálfsréttlæting þeirra sem hafa farið mjög geyst að undanförnu í bókmenntaumræðu á fjölmiðlunum og talið það nokkuð góða og lifandi blaðamennsku að salla niður það sem ekki fellur að tilteknum staðalsmekk, veita bókmenntunum nauðsynlegt aðhald, eins og það heitir. Sumir komast að vísu ekki lengra en Árni Blandon á DV sem lenti oft í því fari að benda á óþarflega margar prent-, stafsetningar- og málvillur miðað við blaðsíðufjölda, eða Súsanna Svavarsdóttir sem hefur TMM 1996:2 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.