Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 112
átt það til að lýsa langvarandi leiðindum yfir einstökum verkum sem aðrir hafa lofað, eins og ég tek dæmi um hér á eftir. Slík umfjöllunarstefna gæti auðveldlega leitt til þess að menn skrifuðu ritdóm um nýja lestrarútgáfu íslenskrar fornsögu og kvörtuðu yfir leiðindum sínum af svo löngu verki og gamaldags, verki sem höfðaði á engan hátt til nútímamannsins vegna þess hve þjóðfélagsaðstæður væru þar framandi og ólíkar því sem nú þekktust. Yfirlýsingar af þessu tagi þykja ágætar á mörgum fjölmiðlum landsins og eru jafnvel hafðar til marks um blaðamennsku „sem þorir“ þannig að athygli les- og hlustenda beinist að fjölmiðlinum eða krítikernum sjálfum á kostnað verksins sem um er rætt. Við sjáum mistaugaspennta krítíkera í krossferðum gegn þeim verkum sem þeim er falið að fjalla um; og byggja þær krossferðir á þeim skilningi að þeir eigi að dæma bækur úr því þeir skrifi ritdóma og séu ritdómarar. Þessi skilningur á eðli bókmenntaumræðu ristir dýpst þegar krítíkerar gefa stjörnur, því að slíkar einkunnir eru æðsta markmið bókstaf- legra ritdóma. í skjóli misaugljósrar stjörnugjafar koma menn sér gjarnan undan því að fjalla um skáldverk, hugmyndaheim þeirra, listræna ffamsetn- ingu og þau áhrif sem þau hafa á hugsun okkar, tilfinningar og skilning á veröldinni umhverfis. í staðinn kemur: „Frábærlega skrifað“, „hundleiðin- legt“, „ekki gaman“, og „siðlaust“ eða eitthvað í þeim dúr, og bókmenntaum- ræðan fær óorð á sig vegna skríbenta sem halda að sú umræða eigi að felast í því að dæma bækur. Harða krítíkin hamast á meðalhöfundinum Kolbrún Bergþórsdóttir hefur oft fjallað um þetta dómarahlutverk og henni hefur orðið tíðrætt um vald ritdómarans sem axlar þá ábyrgð að skrifa bókmenntasöguna með því að kveða uppúr með ágæti hins útgefha efnis. Til skýringar hefur hún nefnt fræga dóma Jónasar Hallgrímssonar um rímurnar og Sigurð Breiðfjörð, Þórbergs Þórðarsonar um Hornstrendinga- bók og Steins Steinars um Kristmann Guðmundsson. Gallinn við að nota þessa stóru dóma til að réttlæta daglega illkvittni í bókmenntaumræðu er sá að þarna skrifuðu menn sem töldu sig eiga undir högg að sækja gagnvart stórlega ofmetnum skáldum sem stóðu ýmist fýrir heila bókmenntagrein eins og Sigurður Breiðfjörð eða algjörlega andstæð lífsviðhorf og pólitík eins og Kristmann. Þórbergur var svo í krossferð gegn ákveðnum stílkækjum, vildi kenna þjóð sinni betri stílbrögð og valdi til þess verðugt fórnarlamb að því er hann taldi. í þessum hörðu dómum var því ekki verið að meta einstök verk í jólavertíðinni heldur að ráðast á garðinn þar sem hann var traustastur og brjóta hann niður til að fá andrými fýrir nýja hugsun og stíl. Slík barátta 110 TMM 1996:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.