Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 120
Ritdómar Höfin bíða Thor Vilhjálmsson: Tvílýsi. Mál og menning 1994. Snöggfœrðar sýnir. Mál og menning 1995. I Wagner við hamranna hástál er felldur hrikaleik neita ég ekki hans valds en má ég samt biðja urn Mozart heldur minni sálu til líknar og halds. Þannig lýkur bókinni Ljóð Mynd (1982) sem hefur að geyma ljóð eftir Thor Vil- hjálmsson og myndir eftir Örn Þor- steinsson. Sumir kynnu að vilja lesa í þessum línum skýra afstöðu skáldsins, en slíkt væri fullgróf einföldun. Ljóð- mælandinn biður um líkn Mozarts, en vald Wagners verður ekki umflúið. Og beri tónlist þessara manna vitni um ólíka eða gagnstæða strauma í fagur- ffæði og list Thors Vilhjálmssonar, þá gætir líklega oft hvorstveggja í senn og jafnvel í sambýli, ofboðs Wagners og mýktar Mozarts. Ef til vill eiga þeir einmitt samleik í fyrsta ljóði nýjustu bókar Thors (Snöggfœrðra sýna), en það er í flokki ljóða sem nefnist „Thalatta: Fimm ljóð um hafið“: Sær sær á mannlausa dranga öskrar að mannauðum vitahúsum að vofum sem í hár þeirra féllu/ flögur af hvítu máli ffiðugt sem í gærdagsins kjassandi þey í griðum hélt áfram að flagna frá sem snær sagði hún snær spyr hann hví ekki deyjandi fiðrildi sem drífúr hægt niður eða dúnn segir hún [...] Slíkan samruna eða samspuna feiknar og líknar er þó ffekar að finna í prósa- verkum Thors, eins og vikið verður að hér á eftir. Oft hefur verið á það bent að mikla ljóðlist sé að finna í prósatexta Thors, í skáldsögum hans jafnt sem öðr- um verkum með lausamálssniði. En þau verk Thors eru ekki bara ljóðræn heldur eru þau ljóðmál spennt í viðjar prósans — og það er þetta sem gerir þau „erfið“, eins og sagt er. Lausamál reynist alls ekki vera mjög „á lausu“ heldur þéttriðið hefðbundnum lögmálum og vænting- um um það hvernig beri að haga ff ásögn þegar ríma skal saman persónur og sam- félagslegt umhverfi. Þarna mætir Thor til leiks með sitt ofboð af mannlífsat- hugunum og það rúmast illa í hefð- bundnu formi frásagna. Úr því verða átök, stundum tröllaukin, sem kalla má módernísk í ljósi bókmenntasögu aldar- innar, en jafnframt er fýrirtækið að sumu leyti í ætt við athafnasemi og sýn Einars Benediktssonar — heillandi, vfð- feðmt og óframkvæmanlegt í nokkurri sátt við ríkjandi skilning. (Annað en skylt mál er svo það að Einar hefur verið Thor hugstæður. Um það ber skáldsag- an Grátnosinn glóirvitni.) Hinsvegar fær Einar að vera Wagner íslenskrar ljóðlistar í ffiði fyrir Thor. Líklega er ljóðið honum einskonar moz- artískt athvarf þrátt fyrir allt, þar sem sýnir hans eru „snöggfærðar“ og fá að standa í afmörkuðu en þó opnu rými 118 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.