Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 121
ljóðsins, í stað þess að tengjast á marg- flókinn hátt inn í þann endalausa vef sem prósi hans er, þar sem sýnirnar hrannast upp og láta hver aðra ekki í friði heldur örva linnulausa merkingar- leit. f því samhengi ríkir viðleitni tii að tengja sýtiirnar saman í heimssýn sem þó er aldrei sátt við kyrrstæða heimsmynd. Rými ljóðsins nýtir Thor sér á annan hátt, þótt ótal tengingar séu við mynd- heim prósaverkanna. Sýn á tré og fugla, til dæmis í ljóðinu „Laufvængir trjánna" er kannski ekki fjarskyld skynjun per- sóna og sögumanna á ýmsum stöðum í prósaverkunum, en hér fær sýnin kyrr- látara umhverfi: Laufvængir trjánna sveiflast einsog langir hálsar á háfættum fuglum á leið til messu Raddir barna einhvers staðar bak við þétt barr [...] Laufvœngir. í þessu orði, þessari skýru myndhverfingu, býr þríein mynd lífsins sem þrífst í náttúrunni: gróður (lauf) og dýr (vængir, fugl) og svo vitund mannsins, mælandans sem fellir þessi svið náttúrunnar saman og les sig jafn- framt inn í samneyti við þau og heyrir um leið óm barnsradda. En kannski dugar laufið eitt og sér til að tengja sam- an tré og flugið sem lífið býður upp á, eins og ffam kemur í „Vísu“. Þar má sjá kyrrðina og einfaldleikann sem eru, hvað sem öðru líður, einn lykillinn að skáldskaparheimi Thors, um sumt aust- urlenskur lykill: Að fljóta með þér á laufblaði út í bláinn Líklega var það misráðið hér að framan að samþykkja titil ljóðabókarinnar sem einkenni á ljóðum Thors. Þessi titill er villandi. „Snöggfærðar sýnir“ eru til umfjöllunar í öðru ljóði sem einnig nefnist „Vísa“: Snöggfærðar sýnir sem leiftra og loga unz liðast þær sundur og gliðnandi eimur vefst þá um ása, vart nema keimur í vitund þér lifir Hér er skáldið í raun að lýsa þeim eyð- ingarmætti sem hann hamast gegn í prósaverkum sínum, þar sem sýnir draums og vöku fá ekki að liðast sundur heldur eru sem snöggfærðar í vef þar sem þær eiga þess kost að leiftra og loga áfram. Sýnir ljóðanna eru yfirleitt ann- ars eðlis og mótast raunar oft af klass- ísku ljóðrænu viðhorfi. í þeim er horft og hlýtt á árin sem fara og skilja effir þyt í gulnuðum stráum; haustið er áleitið, hverfulleikinn og smæð mannsins sem hlustar um stund á óm náttúrunnar og deyr. Sérkenni eða „spor“ Thors (þar á meðal einkennisdýr hans, fuglinn) sjást einnig í sinum tærasta einfaldleika, til að mynda í síðasta ljóðinu í Thalatta-flokknum: Strönd fótspor af fúgli í spori mannsins Sær Algengt er að mannsævin sé hugleidd þegar horft er út á óræðar víddir hafsins — hafið er í rauninni litlu síðra almætti en himinninn. I Tvílýsi stendur ung kona ein á ströndinni og er ekki rótt. Og spurt er: „Biðu höfin kannski einhvers?" (s. 106). En þótt fallvelti mannsins birt- ist í fótspori fugls og speglist í hafinu sem máir út öll spor, þá er ekki þar með sagt að Thor fýllist trega í ríki ljóðsins. Gamansemin hefur ávallt verið þáttur í skáldskap Thors og hér birtist hún til TMM 1996:2 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.