Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 123
að jafnvel róttæk bókmenntaleg fram- setning á borgartilveru nútímans (til dæmis í verkum framúrstefnuhöfunda) rofnar seint ffá myndmáli sem ekki að- eins sprettur af formum og öflum nátt- úrunnar (landslagi, veðri . . .), heldur byggir á gróðri og dýrum, náttúruþátt- um sem off virðast eingöngu vera skraut- og gælufyrirbæri innan borgar- marka. 1 verkum Thors er aragrúi dæma um sviptingasama náttúrusýn á borgar- tilveruna. Stöldrum fyrst við þar sem regnið breytir borgarmyndinni: Það var einsog regnið hefði sökkt himn- inum neðar. Fært hann til að verða að svörtu lofti sem hékk rétt fyrir ofan borg- ina, og af þessu þaklofti streymdi vatnið niður þó ekki væri nema til að sussa á hark borgarinnar, og sefa asann, hasta á skvaldrið, fyrirbjóða hróp og sköll. Blautar göturnar létu ekki ljósin sökkva, heldur báru þau uppi og breyttu í spegli sínum. Bílarnir jusu snarlegayfir forgyll- ingar. Þá glenntu ljósin aftur gullið blik sitt á steinlögninni. (Tvílýsi, 117) Af götunni, sem hér hefur öU farið á flot, ber okkur inn á krána sem er eitt helsta sögusvið bókarinnar. Þar er raunar minnst á fiska í búri, „og grönn pípa vakti bólur í þeirra sjó“, en enn bíður þó hafið eftir fullgildri framsetningu. Fyrst er lesandi leiddur til borðs þar sem sitja „hann“ og „hún“, nafnlaus að hætti Thors, en kannski Dafnis og Klói nútím- ans. Hún les í lófa hans og lítur síðan „á hann einsog hún væri allt í einu orðin önnur kona, og sæi í gegnum hann langt út á sjóinn; þar teygir hin lágförula sól effir lygnum sævarfletinum langa geislarönd sem aldan kyrrleikna gerir að þúsundmiUjón punktum að skipast í röð.“ (119). Með þessari snöggfærðu sýn hefur okkur verið svipt út á haf, en meginstef þessa fjölstefja verks („fjöl- stefjun" er orð sem Thor notar sjálfur, s. 123) er önnur sjávarsýn: drukknuðum manni er lyft úr sæ við höfnina; tærnar eru fyrstar til að rjúfa yfirborðið og þær vekja ókennd með þeim er til sér; þær verða að ffamandi formi sem rýfur yfir- borð textans hvað eftir annað; þarna hefst raunar sagan og þarna lýkur henni. Það er sem þetta andartak liggi textan- um til grundvaUar, eða sé öUu heldur brotalína sem liggi um hann þveran — einskonar ragnarök. Þriðja svið þessarar bókar, auk hafsins og borgarinnar (þar sem fólk er ýmist á kránni eða í híbýlum sínum, off inn- rammað af gluggum sem sérlega er vikið að), er skógurinn, hraunið, árbakkinn — náttúruríkið sem í fýrirrúmi er í áður- nefndum hjarðljóðaþáttum, og hér komum við aftur að þeim hljómbotni sem Thor sækir sér í grísku söguna. Það er sem kaUa þurfi þetta svið tU vitnis um nútímalíf sem ætla mætti að horfið hefði í svelg borgarinnar. Karlmaðurinn sem fer um skóginn í þessum þáttum, ýmist einn eða með konu, gengur þar til móts við sjálfan sig. Þarna vakna sjón hans og heyrn tU endurnýjaðs lífs og vanabund- ið andlit fellur af honum: „Þá þótti honum andlitið af sér numið; hann reyndi að hugsa andlit á sig.“ Skyndilega fær einvera nýjar víddir: „Það var svo erfitt að vera einn. Hann hugsaði afþví offorsi að það varsem brysti einhvers stað- ar í stoðum. Hann heyrði urga í berginu, surg í göngum, þungar drunur vakna djúpt inni í berginu.“ (57). Og náttúran er minnisvaki: „Þá sat hann í ilmbaði á bakkanum, ísmárabeði, þrösturinn hœtt- ur að syngja. Hann lagðist út af og ók gömlum herbergjum á ískrandi hjólum inn á sviðið sem opnaðistþegar hann lok- aði augunum, gámum þar sem gamlir atburðirlágu ívanhirðu [...]“ (72). Sýn- ir og tónar náttúrunnar mega skiljast sem baksvið og undirspil þeirrar „myndasýningar“ og þeirrar „tónlistar- svítu“ sem verkið er að öðru leyti. Einnig TMM 1996:2 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.