Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 125
Þetta er í rauninni mjög tvírætt ljós, því að í Ijósaskiptunum geta allar útlínur (allar ,,myndir“) orðið ákaflega skýrar þótt dragi úr birtu. Þannig geta einnig hinar annarlegu persónur Thors birt okkur skarpar línur mannlífsins. Á hinn bóginn eiga útlínur það til að renna saman eða afmyndast er rökkrið sækir á, og það er svo með þessar persónur, rétt eins og elskendurna eða parið í verkinu og raunar ótal persónur í öðrum verk- um Thors, að mörkin milli þeirra eru oft óljós. Ýmis tengsl virðast vera milli pí- anóleikarans, heyrnleysingjans og blinda mannsins — raunar kemur í ljós að annar „blindu“ mannanna sem gekk með þeim blindfulla var eftir allt saman heyrnarlaus en ekki blindur (130-131). ,jvlér fannst þú segja að þeir væru báðir blindir, áður, þegar ...“ Nei var það? Ætli það hafi verið. Gátu þeir ekki náð saman? Jú helzt í gegnum þennan sem var ósjálfbjarga. Að hafa vit fyrir honum. (131) Þarna er sem lesandi hafi stokkið inn í textann og spyrji sögumann hverju þessi ólíkindi sæti. Þetta þekkja lesendur úr fyrri verkum Thors. Tvær manneskjur, yfirleitt karl og kona, ræða saman um texta sem þau eru að íhuga og sem virð- ist jafnvel vera í smíðum enn og vera raunar textinn sem þau eru sjálf persón- ur í. Þannig er verðandi textans beinlínis virkjuð innan hans sjálfs — textinn er líf persónanna samtímis því sem hann verður þáttur í lífi jafht höfúndarins og lesandans. Þar með eru ýmsir þræðir milli persóna enn óhnýttir, meðal ann- ars þræðir sem liggja til þeirra tveggja sem virðast mjög nákomin undir lokin þegar hún biður um meira að lesa og spyr: „Er þetta um okkur?“ (133). Ekki er víst að það séu þau sem við höfum séð á fýrri ástarfundum verksins, misjafn- lega ástríkum, en þó hljótum við að taka mið af þeim fundum er við reynum að átta okkur á sambandi þeirra. Þannig vinnur texti Thors og myndskynjun — ein mynd kallar á aðra, ein persóna á aðra, til útlistunar og ffamhalds, og því eðlilegt að eitt af lykilorðum hans sé einsog. „Þannig að tærnar komu fyrst einsog . . . einsog hvað? Og hann greip sjálfan sig í hátíðlegri firru og sagði einsog hann ætti við eitthvað annað: einsog tvær viðskila spírur á turnum þeirrar Atlantis sem í sæ sökk, og rís senn að nýju, með sínum dauðu.“ (67). IV Þetta „einsog“ er veigamikil uppspretta hinna snöggfærðu sýna í textum Thors, mynda og sýna sem valda því að verk hans mætti oft kenna við leiðslubók- menntir, þar sem tónlist textans leikur undir tilflutning okkar, hliðranir og stökk eða svif milli mynda. „Einsog" á ekki síst við um það þegar tjáning er flutt milli skynsviða, tónlist er notuð til að bregðast við mynd eða sýn, eða þá orð til að lýsa áhrifum tónlistar. Slík til- færsla, samanburður, eða „þýðing“ leið- ir til þess að „einsog" er hjá Thor ekki ígildi samasemmerkis, heldur vísun á eitthvað annað, aðra tjáningu, viðbrögð, framhald, samræðu. Þetta má hafa í huga þegar velt er vöngum yfir undirtitli bókarinnar, sem er Myndir á sýningu. Hann hlýtur að skoðast sem vísun til þeirrar syrpu af píanóverkum sem rússneska tónskáldið M.P. Mússorgskíj (1839-81) nefndi Myndir á sýningu (1874), en kveikjan að því verki var sýning á myndverkum eft ir Victor Hartmann. Ef líta má svo á að skáldtexti Thors sæki formgerð sína að einhverju leyti til verks Mússorgskíjs, þótt hún sé útfærð á sjálfstæðan hátt, er til orðin flétta sem staðfestir innbyrðis TMM 1996:2 123
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.