Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 128
rænt; haglega bundið saman með vand- lega völdum stuðlum, og í því syngur í fallegri hrynjandi óvænt gleði sem fær tár til að spretta úr augum lesanda. En snúið ljóð að túlka eins og sjá má: Margt sem þér fannst í meira lagi heimaríkt framseldir þú í hendur faríseum og aeðstu prestum — en það glóði við glugg þinn að morgni! Það bregður áfram draumkenndu ljósi yfir dag þinn! Því rignir í koll þér öll kvöld! Það talar í trjánum! Og skefur um síðir í skafl yfir þitt hinzta var. Við hvað er átt? Hvað er þetta „margt“ sem framselt var eins og Jesús en heldur áfram að skína eins og sólin, flæða eins og rigningin, tala í trjánum eins og vind- urinn og skefur að lokum í skafl á gröf mannsins? Skyldu sækja á þann sem tal- ar vangaveltur um trú? Finnst honum hann hafa afneitað Jesú í eigin lífi? Þó að greina megi í öðrum ljóðum bókarinnar leit að tengslum við hulin öfl bendir ekkert annað ljóð til að þessi sldlningur sé einhlítur. En Jesús er ekki bara trúartákn, hann var hugsjónamaður, boðberi réttlætis, og ef til vill er það krafan um að fylgja boðskap hans og hugsjónum sem skáld- ið vill bægja frá sér en lætur hann ekki í friði. Jesús var líka boðberi kærleikans, og kannski er það ástin sem er svona heimarík í lífi skálds; eða lífið? Ég er sannleikurinn og lífið, sagði Jesús, og ef til vill er Þorsteinn að tala um veruleik- ann í öllum sínum ágenga margbreyti- leika, sem ekkert þýðir að kæra fyrir æðstu fulltrúum þjóðlífs og menningar, hann sleppir ekki af okkur taldnu. Hvað sem það er þá talar það í trján- um, og tré eru ein frummynd í fjöl- skrúðugu myndmáli þessarar bókar. En þau eru ekki einrætt tákn heldur notar Þorsteinn þau persónulega og í ólíkri merkingu, eins og hæfir svo limafögru og djúprættu fyrirbæri. Strax í fyrsta ljóðinu erum við stödd úti í skógi, við „Skógaraltarið“ (7). Þar næðir ungan náttfara „undir ofúr véfféttarlegu / tré allra tíða“. Þetta er glæsilegt, goðsögu- legt tré, askur Yggdrasils, heimstré og lífstré, en líka kennt við Óðin, guð skáld- skapar. Mér varð hugsað til ungs sveins í fyrsta ljóði fyrstu ljóðabókar Þorsteins, í svörtum kufli, sem les þrjú tár af laufi þegar gandur úr hvítum skógum er flog- inn hjá. Bæði ljóðin sýna köllun skáld- skaparins og viðhorf til hans, en það er munur á. Þar hirðir sveinninn ekki hót um hróp annarra að baki sér, öllu er hann tilbúinn að fórna og á engan þarf hann að hlusta. En náttfari nýja ljóðsins er feiminn, biður af undirgefni um að ljóð hans nái sambandi við aðrar mann- eskjur og er næmur fyrir „ys ffá gest- um“; setningum þeirra virðist „saman skipað af guðum“. Ástríða ungs skálds hefúr breyst í hógværð hins miðaldra manns ffammi fyrir skáldskapnum. „Tré vaxa / út frá sjálfum sér“ segir í ljóðinu „Tré“ (13): Enginn tyllir á þau utanaðkomandi greinum eða límir á þau laufblöðin. Tré eru sönn, og það á skáldskapurinn að vera líka. Koma að innan. Tré eru líka pappír, og skáldið hefúr áhyggjur af því að eldd sé allt nógu markvisst sem skrif- að sé á hann: hugsast getur „að nótt eina / þyki nóg komið / af skrumi skóga.“ I „Búsýslu“ (14) er gefið í skyn að ekki séu ljóðin úr föstu efni og endingargóðu nú til dags. Þar erum við nýtin og skerum skugga trjánna í svarta leppa og lengjur handa gestum. „Einn, svo öruggt sé, / 126 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.