Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 134
oooooooið enn á lofti sjáðu nei ekki alveg staðlaus svipan og ég enn ekkert að visna heldur ekkert að hverfa hér enn ekki vatnsbleikt kokið í rúðunni einu sinni. (42) Hér myndar ljóðið líka rafmúsík eða undirtóna sem eru samofhir hugsun- inni og eins og svo oft hjá Sigfúsi er tvíræðnin í merkingunni til staðar en áhrifamikill ómurinn situr eftir með sína réttu túlkun. I fjórða hluta flæða ljóðmyndir prósaljóða hver inn í aðra. Myndirnar eru skýrar þó stundum þenjist máls- greinarnar það mikið að heil mynd nær ekki að framkallast áður en lesandi er hálfnaður inn í þá næstu sbr. Speglabúð í bœnutn 2. Mikið er hér lagt upp úr hraðanum enda er meira að segja dauð- inn að falla á tíma. Ef skilningur næst ekki alveg er vel hægt að hugsa sér að undirmeðvitund lesandans sé fóðruð á ljóðrænu flæði. Existensíalískir undirtónar eru greinilegir í Speglabúðinni þar sem heimurinn færist stöðugt undan þrám okkar. Þó er ekkert vol og víl í ljóðunum enda er eitt besta vopn mannsins að standa á sama með þá yfirveguðu og kannski óvéfengjanlegu niðurstöðu að „þegar svo loksins allt er að komast um kring upp úr þurru þá reynist það helst einhvers virði að hafa farið sínu fram.“ (59). Þrátt fyrir dökka sýn er textinn fullur af húmor sem er beittastur þegar hrollurinn fær að vera með líka. „... í lynginu leynist ylur“ Náttúruljóðin í fimmta hluta Spegla- búðarinnar eru dálítið stílbrot á verkinu í heild þar sem sleginn er allt annar tónn og mildari. Nálgunin á náttúrunni er þó athyglisverð því mælandinn speglar sig í henni og hugsunin um náttúruna og allt annað sem kemur í hugann fléttast sam- an. Hér er textinn miklu bjartari en um leið ekki eins einkennandi húmorískur og annars staðar hjá Sigfúsi. Þessi ljóð eru stutt og er offast brugðið upp mynd og síðan lagt út af henni í sem fæstum orðum. Orðin eru vandlega valin eins og sést í „Vor úti í mýri“: Litir í sprettu af ljósi sílið af ísnál fuglinn af lofti golan af gagnsæi þúfan af klaka rnaður af skugga af sjálfúm sér jú sem sagt allt gott að frétta. (64) Síðasti hluti bókarinnar heitir Minnis- greinar um Kennarann og er rétdætan- legt að hafa þann kennara með stórum staf. Fyrirmyndin er föðurbróðir Sigfús- ar og eru lífsmyndir hans dregnar upp á mjög skemmtilegan og einhvern veginn séríslenskan hátt. Hér nýtur lýsingar- kynngin sín því myndirnar af gamla manninum verða mjög áhrifamiklar og sterkar vegna samlíkinganna og allra at- hugasemdanna sem við fáum með: „manninum var að upplagi óvenju illa gefin bjartsýni og auðtrú en þar með í besta lagi glöggskyggni til að skoða sér- hverja nýjung í því sögulega ljósi sem smækkar hvern hlut sem það ómerkir ekki.“ (81-82) Brugðið er upp heilli sögu af bóndanum og kennaranum, seiglu hans í barningnum við bústörfin og nemendurna enda þótt honum hafi snemma „orðið ljóst hve takmörkuðum mannbótum menntunin fær skilað." (82). Hvergi er neitt um uppgerðar- ljóma hefðbundinna minningargreina heldur er unnið með einstrengingshátt, þyngsli og hræðslu svo eitthvað sé nefht. Ævisaga kennarans er fullgerð á þessum 20 síðum eða í það minnsta fær lesand- inn fulla mynd af manninum sem sleit alltaf rætur þegar hann brá sér af bæ. Textinn er skýr og eins og í öllum verk- um Sigfúsar liggur krafturinn í þeim tíðu myndum sem brugðið er upp og orðaflóði enda þótt hvert orð sé vand- 132 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.