Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 135

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 135
lega valið. Þetta á ekki síst við síðasta hluta Speglabúðarinnar um Kennarann sem við góðu tilsvari eða frásögn „átti [ . . . ] til bros eða jafhvel andsvar þó ekki væri alltaf fyrr en síðar um daginn og þá gat andlitið orðið ámóta hýrt og við þurrki sem hélst alveg furðanlega, heyi sem undarlega nokk ætlaði að haf- ast í hús, fuglsungum sem gerðust bara lífvænlegir og fleira mætti eflaust fmna til en oftar voru þó þvílíkar geðshrær- ingar ekki ætlaðar öðrum og einrúm hans þá í ámóta fjarlægð og bæirnir um kring.“ (87). Marín G. Hrafnsdóttir Siglt um staði og staðleysur Sigurður Pálsson: Ljóðlínuskip. Forlagið 1995. 82 bls. Eitt af því sem einkennir skáldskap Sig- urðar Pálssonar er hve fjölbreyttur hann er. Hann yrkir gjarnan lengri eða styttri ljóðabátka og er einnig leikinn í gerð prósaljóða ekki síst þeirra sem innihalda dálítinn sögukjarna. Þá lætur honum einnig vel að yrkja stutt og hnitmiðuð ljóð þar sem tök hans á knöppu mynd- máli fá að njóta sín. Sigurður er einnig í hópi afkastamikilla skálda. Ljóðlínuskip er áttunda ljóðabók hans en rúm tutt- ugu ár eru nú liðin frá því fyrsta ljóða- bókin Ljóð vega salt kom út árið 1975. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ljóðagerð Sigurðar hefur þroskast og fágast mikið á síðustu tveim áratugum en samt er það svo að höfúndareinkenni hans komu skýrt í ljós í hans fyrstu bók. f Ljóðlínuskipi sýnir hann margar sínar bestu hliðar, hann er ýmist heimspeki- legur, hversdagslegur, skáldlegur, stund- um alvarlegur og einlægur en stundum líka glettinn og jafnvel léttúðugur. Al- vara hans er blönduð góðlátlegri kímni. Stíll hans er einfaldur og blátt áfram, TMM 1996:2 laus við útúrdúra og málalengingar. Ljóð hans eru sjaldan mjög torræð, hugsunin skýr og hann er oftast nær nákvæmur í orðavali og hafa þessir eig- inleikar verið að koma æ greinilegar í ljós í síðustu bókum Sigurðar og hvergi njóta þeir sín betur en í þessari nýjustu bók hans. Heimspekilegar vangaveltur eru áberandi í öllum ljóðabókum Sigurðar Pálssonar og Ljóðlínuskip er engin und- antekning hvað það varðar. Bókin hefst á ljóðabálkum sem nefnast „Að vakna“, „Að sigla“, „Hafvillur“ og „Innsigling“ sem lýsa allir vegferð mannsins frá því sögur hófust og til dagsins í dag. Ein- kunnarorð bókarinnar eru tekin úr I. Mósebók og má segja að þau gefi tóninn því mannkynssagan hefst með sköpun heimsins. Líkingin felst í sjóferð mann- kynsins um höfin, siglinguna er hægt að skilja bæði í bókstaflegri og táknrænni merkingu og þegar öllu er á botninn hvolft er ferðin sjálf aðeins „orð“ eins og komist er að orði í „Að sigla“: En siglingin á sér ekki endilega Stað Siglingin er bæði ferð um staði Og staðleysa Að vera Er að vera á ferð Samkvæmt lögmálinu Og ferðin er orð og reynsla Orð Sem er sjálf ferðin (18) Ljóðabálkurinn „Hafvillur“ fjallar um leit mannanna að tilgangi, takmarki eða „heimahöfn" eins og skáldið orðar það. Sigurður fær hér útrás fýrir þörf sína fyrir að tala við lesandann í trúnaði, að setja sig í spámannlegar stellingar, ekki til að predika eða til að koma vand- lætingu sinni á framfæri. Heimsádeilan 133 L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.