Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 136
er hófsamleg og rödd skáldsins lág-
stemmd enda er slík ádeila líklegri til að
hitta í mark en hin æpandi og háværa. I
upphafi bálksins eru reyndar kynntir til
sögunnar þrír mælendur: „Ég er nafn-
laus og stend í brúnni/í kyndiklefanum
undir þiljum/ er nafni minn að störf-
um/Hvorugur veit að hann er vofa hins“.
Sá þriðji er leiðsögumaður sem ekki hef-
ur frekar en öðrum tekist „að finna leið-
ina heim“. Skáldið leggur hér áherslu á
nafnleysi sögunnar og ávarpar síðan oft-
ast lesandann í 1. persónu fleirtölu, „Við
höfum verið/ á seigfljótandi hringsigl-
ingu/ um aldirnar/ um jörðina“.
Eins og áður hefur komið fram hefur
Sigurður Pálsson þörf fyrir að lýsa lífi
mannsins í heiminum, að glíma við
stóru spurningarnar sem engin svör fást
við. Þessi ástríða sést í öllum ljóðabók-
um hans, rökræðan er honum nauðsyn
og hann vekur gjarnan lesendur sína til
umhugsunar um leið og hann varpar
nýju ljósi á mörg yrkisefna sinna. í loka-
ljóðinu í „Haívillum“ er sagt frá laumu-
farþegum sem einhverra hluta vegna
komast alltaf urn borð en það eru „ótt-
inn og græðgin“. Þau, ásamt grimmd
mannsins eiga stærstan þátt í hvernig nú
er komið fyrir mannkyninu, tortíming-
unni sem stöðugt vofir yfir:
Blýþung skíman léttist
þegar morgungyðjan skrifar
rósfingri sínum ofurlaust
Er það grafskrift
á legstein jarðar?
Sjaldnast höfum við lesið
ný teikn
fyrr en um seinan
(31)
Það eru önnur ljóð sem sæta meiri
tíðindum en ljóðabálkarnir „Hafvillur"
og „Innsigling“ í Ljóðlínuskipiþó margt
sé þar vel orðað, er þar fátt sem kemur
lesendum Sigurðar á óvart svo kunnug-
leg eru þessi yrkisefni úr fyrri bókum
skáldsins. Skemmtileg og nýstárleg
sannindi eru reifuð í upphafskafla bók-
arinnar „Að vakna“: „Sannleikur minn-
isins/ Er til dæmis í fingurgómunum/1
munúð hörundsins hvergi er sannleik-
urinn/ Dýpri/ En einmitt á yfirborði lík-
amans“. Þetta er sama niðurstaða og hjá
Sigfusi Daðasyni í síðustu ljóðabók hans
Provence í endursýn en þar segir í 12ta
ljóði „Húðin er fullkomnast skilningar-
vitanna allra“. Hvort þessi vegsömun
hörundsins sé sprottin af íslenskri eða
franskri menningu læt ég liggja milli
hluta en Sigurður fullkomnar þessa
hugmynd í frábærlega ortu ljóði sem
heitir „Dýrð“ og stendur fremst í merk-
um ljóðaflokki sem nefhist „Öldur“.
Hún vill gleymast
Dýrð líkamans
Aðdáunarvert
Hvað skynsemd hans
Er klár
Hvað skuggasysturnar
Ilman og snerting
Eru gáfaðar
Djúpar og þögular
Yrkja þær dýrðaróð holdsins
Á dulmáli orkunnar
(45)
í slíkum ljóðum nýtur sköpunar-
máttur Sigurðar Pálssonar sín vel og hið
agaða og seiðandi hljómfafl ljóðlínanna
á sinn þátt í áhrifamætti þeirra. Þá má
ekki gleyma myndmálinu sem víða er
fagurt og rómantískt t.a.m. í eftirfarandi
lýsingu á öldum hafsins í ljóðinu „Tví-
gengivél": „Við sjáum öldurnar hekla/
hvíta bekki á vindstrokinn flöt/ Sjáum
skýin reyna að spegla sig/ í öldunum
systrum sínum“.
Eins og kom ffam hér að framan eru
ljóð Sigurðar ekki torræð, myndmál
hans er einfalt og auðskilið en það segir
134
TMM 1996:2