Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 136
er hófsamleg og rödd skáldsins lág- stemmd enda er slík ádeila líklegri til að hitta í mark en hin æpandi og háværa. I upphafi bálksins eru reyndar kynntir til sögunnar þrír mælendur: „Ég er nafn- laus og stend í brúnni/í kyndiklefanum undir þiljum/ er nafni minn að störf- um/Hvorugur veit að hann er vofa hins“. Sá þriðji er leiðsögumaður sem ekki hef- ur frekar en öðrum tekist „að finna leið- ina heim“. Skáldið leggur hér áherslu á nafnleysi sögunnar og ávarpar síðan oft- ast lesandann í 1. persónu fleirtölu, „Við höfum verið/ á seigfljótandi hringsigl- ingu/ um aldirnar/ um jörðina“. Eins og áður hefur komið fram hefur Sigurður Pálsson þörf fyrir að lýsa lífi mannsins í heiminum, að glíma við stóru spurningarnar sem engin svör fást við. Þessi ástríða sést í öllum ljóðabók- um hans, rökræðan er honum nauðsyn og hann vekur gjarnan lesendur sína til umhugsunar um leið og hann varpar nýju ljósi á mörg yrkisefna sinna. í loka- ljóðinu í „Haívillum“ er sagt frá laumu- farþegum sem einhverra hluta vegna komast alltaf urn borð en það eru „ótt- inn og græðgin“. Þau, ásamt grimmd mannsins eiga stærstan þátt í hvernig nú er komið fyrir mannkyninu, tortíming- unni sem stöðugt vofir yfir: Blýþung skíman léttist þegar morgungyðjan skrifar rósfingri sínum ofurlaust Er það grafskrift á legstein jarðar? Sjaldnast höfum við lesið ný teikn fyrr en um seinan (31) Það eru önnur ljóð sem sæta meiri tíðindum en ljóðabálkarnir „Hafvillur" og „Innsigling“ í Ljóðlínuskipiþó margt sé þar vel orðað, er þar fátt sem kemur lesendum Sigurðar á óvart svo kunnug- leg eru þessi yrkisefni úr fyrri bókum skáldsins. Skemmtileg og nýstárleg sannindi eru reifuð í upphafskafla bók- arinnar „Að vakna“: „Sannleikur minn- isins/ Er til dæmis í fingurgómunum/1 munúð hörundsins hvergi er sannleik- urinn/ Dýpri/ En einmitt á yfirborði lík- amans“. Þetta er sama niðurstaða og hjá Sigfusi Daðasyni í síðustu ljóðabók hans Provence í endursýn en þar segir í 12ta ljóði „Húðin er fullkomnast skilningar- vitanna allra“. Hvort þessi vegsömun hörundsins sé sprottin af íslenskri eða franskri menningu læt ég liggja milli hluta en Sigurður fullkomnar þessa hugmynd í frábærlega ortu ljóði sem heitir „Dýrð“ og stendur fremst í merk- um ljóðaflokki sem nefhist „Öldur“. Hún vill gleymast Dýrð líkamans Aðdáunarvert Hvað skynsemd hans Er klár Hvað skuggasysturnar Ilman og snerting Eru gáfaðar Djúpar og þögular Yrkja þær dýrðaróð holdsins Á dulmáli orkunnar (45) í slíkum ljóðum nýtur sköpunar- máttur Sigurðar Pálssonar sín vel og hið agaða og seiðandi hljómfafl ljóðlínanna á sinn þátt í áhrifamætti þeirra. Þá má ekki gleyma myndmálinu sem víða er fagurt og rómantískt t.a.m. í eftirfarandi lýsingu á öldum hafsins í ljóðinu „Tví- gengivél": „Við sjáum öldurnar hekla/ hvíta bekki á vindstrokinn flöt/ Sjáum skýin reyna að spegla sig/ í öldunum systrum sínum“. Eins og kom ffam hér að framan eru ljóð Sigurðar ekki torræð, myndmál hans er einfalt og auðskilið en það segir 134 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.