Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 137
ekki nema hálfa söguna því sum ljóða hans eru full af skáldlegum öfgum. í þeim getur allt gerst, fjarstæður bornar á borð fyrir lesandann eins og ekkert sé sjálfsagðara, hið óvænta og fjarstæðu- kennda er lofsungið eins og alþekkt er í ljóðum franskra súrrealista. Það þarf ekki að koma á óvart þó Sigurður hafi lært eitthvað af þeim Éluard og Prévert og fleiri frönskum skáldum. Sem dæmi tek ég upphaf ljóðsins „Ljómanir“ (nafnið minnir auðvitað á hin frægu prósaljóð Rimbaud): Ennþá lifum við á plánetu sem á eftir að koma í ljós Ferðumst úr draumi lífs í vöku dauðans Itrekaðar rannsóknir veita sífellt minni skilning sífellt fleiri ljómanir (48) Annað ljóð, „Hvíslandi ilmur“, lýsir dularfúllu hvarfi þokkafullrar konu úr leiðinlegri veislu: „Ekkert eftir nema hvíslandi ilmur“ eins og þar stendur. I þessu ljóði sýnir Sigurður vel hvers hann er megnugur þegar honum tekst best upp. I ljóði getur allt gerst — galdurinn nátengdur því, órjúfanlega tengdur uppruna þess. Oft geta hin hversdags- legustu yrkisefni eins og götuviti með rauðu, grænu og gulu ljósi ýtt undir hugarflug skáldsins. Hin örstutta stund sem guli liturinn logar vekur upp eftir- farandi hugrenningar í ljóðinu „Vetur og gulur litur“: Skríður gulur eftir kveikiþræði Um blóð og gras og myrkur Kveikir ljómandi líf Óslitna röð minninga Um gulan galdralit á fleti Scheving og Svavar Guðna Endar á ystu nöf 1 langdregnu ópi sólblóms Meðan skjálfhentur vetur Teiknar dökkar greinar í garðinum (64) Sigurður Pálsson er skáld augnabliksins, skáld hrifhingar og hughrifa. Eldurinn er það frumefhi sem er honum hug- stæðast, „hreyfikjarninn sjálfur“. Að glata hæfileikanum til að hrífast er eins og að lenda í álögum eða fjötrum og ég geri ráð fýrir að það sé eitt það versta sem getur hent Sigurð Pálsson ef marka má ljóðið „Næturfjólu": „Ilmur þinn/ og nafn;/ hvort tveggja leysir/ verstu viðjarnar:/ að hrífast ekki“. Mörg ljóð mætti nefna í viðbót sem eru vel ort og athygliverð t.a.m. „I draumrofunum“, „Demantarökkur“, „Gras“ og prósaljóð- ið „Akasíutré“ sem er eftirminnilegt þó það virðist í fljótu bragði einungis vera einföld frásögn. Ljóðlínuskip er heilsteypt verk, fágað og að stærstum hluta vel unnið. Helst finnst mér að finna megi að áttunda og síðasta kafla verksins „Kveðjustundir“. Það er ekki nægilega sterkur endir á jafnsterkri bók og Ljóðlínuskip óneitan- lega er. Reyndar er lokaljóðið „Að haust- ið komi“ mjög gott kveðjuljóð en það sama er ekki hægt að segja um ljóðin „Það haustar“, „Gangljós", „Sjóðandi vatn“ og „Spegilskrift" sem ýmist eru hálfkæringsleg eða ekki fullunnin. I lokakaflanum hefði að ósekju mátt skera meira niður. Að öðru leyti finnst mér Ljóðlínuskip mjög vel heppnuð bók og örugglega ein besta bók Sigurðar til þessa. Mörg falleg og hrífandi ljóð er að finna á síðum Ljóðlínuskips ekki sístþau sem eru einföld og fullkomlega einlægur skáldskapur. Galdurinn er fólginn í ein- faldleikanum eins og hjá meistara Élu- ard sem Sigurður hefur auðsýnilega lært eitthvað af. Guðbjörn Sigurmundsson TMM 1996:2 135
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.