Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 12
8
Árni Magnússon assessor
Skírnir
fleira, er varðaði kirkjur, skólaliald og anmað, sem að hag
landsins laut. Hér var, sem sé, um að ræða allsherjar-
úttekt á hinu íslenzlta búi. Árni starfaði í nefnd þessari
til ársins 1712, mestan part á íslandi, en Páll til ársins
1714. Á nokkur atriði, sem varða nefnd þessa, verður
drepið síðar í þessari grein.
Árni Magnússon kvæntist 1709 Mette Fischer, sem var
10 árum eldri en hann, norsk að kyni, „ekkja eftir þýzkan
mann nokkurn, sem verið hafði kóngsins reimsníðari41,
segir Jón frá Grunnavík (Merkir Islendingar IV, 25).
Kona þessi var vel fjáð. „Ass. Árni sagði mér, að sér liefði
verið lofaðir með henni 9000 ríxdalir, en kvaðst ei feng-
ið hafa nema 6000“. (Op. cit. 26). Jón ber frúnni ekki
vel sögu, segir, að Árni hafi:
haft húskross, sem ekki var á almannaviti og enginn
þekti, nema nánustu kunníngjar, helst þegar hann var
einn (með þeim) og var dálítið ör í kolli, og stundum
hans hestu vinir. Hreint út sagt var það hans gamla
kona, sem olli þar mestu um, og þó að hann hefði
nógar tekjur, mátti hann þó heyra það iðulega, að hún
hefði gert hann ríkan, með fleira kerlíngarbulli sem
ekki er vert að greina. (Tilv. eftir Finnur Jónsson,
Ævisaga Árna Magnússonar í Safni Frœ&afélagsins
VIII, 67—68).
Annars er til þess að gera fátt um þessa konu kunnugt
og sambúð þeirra Árna og því varlegast að fullyrða sem
minnst. Það er t. d. engan veginn víst, að Árni hafi verið
að sama skapi nærgætinn eiginmaður sem hann var frá-
bær fræðaþulur.
Árið 1713 fékk Árni sæti í háskólaráði, varð assessor
consistorii, eins og það var kallað. 1720 gerðist hann um-
sjónarmaður Ehlers stúdentagarðs (kollegiums), og sama
ár var hann skipaður prófessor í sögu og landafræði, en
líklega hefir hann einnig hahlið áfram að vera prófessor
í fornfræði. Yfirmaður háskólabókasafns varð hann 1721.