Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 154
142
Sveinn Einarsson
Skímir
taka fyrir gamanleik eftir Victorien Sardou, en gagnrýnendur
voru þeirrar skoðunar, að með örfáum undantekningum ætti
þess konar sviðsverk ekki við íslenzka leikendur, þeir léki of
„þungt“. Stundum kom reyndar fyrir, að sýning, sem fékk
hlýlegar viðtökur gagnrýnenda, hlaut ekki hylli áhorfenda.
Þannig var rnn leikrit Björnsons Um megn, sem sýnt var um
jólaleytið 1905, sýningar urðu aðeins 4, og þá var gripið til
að sýna Ævintýri á gönguför enn á ný, til að losna við tóma-
hljóðið í kassanum. Ævintýrið var sýnt 11 sinnum í þetta
skipti, og meira að segja gagnrýnendur voru vingjarnlegri en
nokkrum áriun áður, segja leikinn með elskulegum þokka sín-
um vera orðinn sígildan á Islandi og fólkið í leiknum orðið
að góðkunningjum, í hverra samneyti menn hafi unað sér frá
barnæsku. Annars sýnir félagið ekki mikla hugkvæmni í vali
gamanleikja, það eru eftir sem áður dönsku söngvaleikimir,
sem helzt eru hafðir til skemmtunar, þó að strangari kröfur
séu gerðar líka þar.
Kannski fengu líka áhorfendur nóg af allri þessari „þyngd“.
Frumsýningin á Gildrunni, leik, sem saminn er upp úr sögu
Zolas, L’Assommoir, fór fram 19. febrúar 1906 og virðist hafa
verið ógn löng og þreytandi leiksýning, að þvi er sjá má af
leikdómum, þar sem haft er eftir leikhúsgestum eitthvað um
óþarflega niðurdrepandi lýsingu á mannlífinu. En eigi að
síður tókst Stefaníu Guðmundsdóttur og Áma Eiríkssyni með
leik sínum í aðalhlutverkunum að vekja svo mikla athygli,
að leikurinn var sýndum sjö sinnum. Þjóðólfur lætur svo um
mælt 2. marz, að réttast væri, að Leikfélag Reykjavíkur
fengi hluta af styrk þeim, sem templurum sé úthlutað fyrir
það, hve góð bindindisúfbreiðsla leikurinn sé.
Hins vegar var það ekki lengur ný bóla, að leikrit „gengi
betur“ vegna frammistöðu einstakra leikenda í einstökum
hlutverkum. Þannig var t. d. með aðsókn að John Storm-
sýningunum, sem virðist fyrst og fremst hafa stafað af leik
Jens B. Waage og Guðrúnar Indriðadóttur í aðalhlutverkun-
um. Árinu áður höfðu þau leikið elskenduma Karl-LIeinrich
og Kathie í söngleiknum Alt Heidelberg eftir Meyer-Förster,
sem sýnt var á vegum Stúdentafélagsins til ágóða fyrir styttu