Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 224
212
Ritfregnir
Skírnir
sig ekki lengur í hugsjónaheimi æsku sinnar? Erum vér ekki öll orðin
hálfgildings umskiptingar? Skáldið nefnir veröldina geðveikrahæli, þar
sem frómir sjúklingar hafa
gripið ávextina af striti hins snauða
leikið á hinn fávisa
refsað hinum saklausa
og stefnt afkomendum sínum út á löghelgaðan
blóðvöll til að deyja þar í jesúnafni
fyrir dalinn og pundið og markið,
svo að viðhöfð séu óbreytt orð Jóhannesar sjálfs, tekin úr Dægurlaga-
textum. Hér skal ekki um það dæmt, hvort orð skáldsins eru bókstaflega
sönn eða um nokkrar skáldaýkjur sé að ræða. En þótt svo væri, hver láir
Jóhannesi þær? Allir hljóta að viðurkenna dirfsku og djörfung boðskapar
hans, og hann er honum sannfæringarmál.
1 Draumkvæðunum er komið inn að kviku sjálfs lífsins i þessari átak-
anlega raunsæju bók Jóhannesar. Hann er ekki aðeins reiður, heldur sár,
sál hans er hrygg, þjáist allt til dauðans, er skáldið þorir þó að horfast i
augu við. En hann sér eftir lífinu á þessari jörð, sem hann óttast, að ver-
ið sé að tortíma fyrir fullt og allt. Því reiðir hann refsivöndinn mis-
kunnarlaust að höfðingjum þessa heims, þar sem „trúin er bálköstur, von-
in gálgi, kærleikurinn byssukúla og bænin var aldrei heyrð“. Skáldið fer
á gandreið mælsku sinnar og innblásturs um veröld Eddu og þjóðsagna,
suður i Hellas, upp á Ólympsfjall og Parnassos, austur til Palestínu, þar
sem Davíð lék á hörpu sína forðum og spámennimir létu einskis ófreistað
til að leiða ráðamenn þjóðarinnar og lýðinn frá villu síns vegar inn á
rétta braut. Við lestur þessarar bókar fannst mér sem nýr Elía væri ris-
inn upp meðal vor. Og Guði sé lof fyrir það! Nú er vort, breyskra og
villuráfandi heimsins bama að hlýða orðum hans og breyta eftir þeim,
áður en það er um seinan.
Sinum augum lítur hver á silfrið og þó ekki síður hitt, hvernig úr því
er smíðað. Sumir kjósa víravirkið, aðrir sverð, skjöld eða plóg. Undirrit-
aður er einn í þeim hópi, sem kýs gjaman útflúr, þ. e. fágað form, rim
og stuðla. En þar kemur e. t. v. til vanafesta, kredda í hjartanu, flótti frá
hörku veruleikans, borgaraleg mannúð eða hver veit hvað. Að minnsta
kosti les ég enn í dag mér til meira yndis gömlu kvæðin hans Jóhannesar,
Stjörnufák og tJtlending, en þessi Öljóð hans. En nú er öldin önnur, segir
Jóhannes vafalaust. Þó viðurkennir hann óbeint, að margt sé líkt: „ég
vissi bara að landsynningamir vom undarlega stefnulausir og enginn vissi
hvaðan þeir komu né hvert þeir fóm og þó var lífið eintóm eftirsókn eftir
vindi og aldrei neitt skipulegt þar í héraði nema ferskeytlur og smala-
mennska", segir hann í bréfi til Ló sinnar og Lilju í Kína, og á við æsku-
sveit sína í Dölum vestur (III. Hrakningaríma). Svo var það þá, og svo
er það enn. Innst inni er Jóhannes líka óbreyttur að mestu. Vonbrigð-