Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 28
24
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
reglum herrnar. Heimspekideild kaus þá prófessorana Guðna
Jónsson, Sigurð Nordal og Einar Ól. Sveinsson í nefnd til þess
að athuga þetta mál. Á fundi 5. marz lagði nefndin fram álit
sitt, sem deildin samþykkti og sendi Menntamálaráðuneyti.
Niðurstaða þess var sú, að látið væri hjá líða að taka þátt í „Nor-
disk Institut for Folkedigtning“, en verja því fé, sem þátttakan
kostaði, til að koma upp vísi að þjóðfræðastofnun, ef til vill
í tengslum við starfsemi við söfnun og rannsóknir örnefna.
Síðan var gerð ögn nánari grein fyrir því fyrirkomulagi, sem
hafa mætti. Deildin leitaði síðar álits þeirra prófessoranna
Dags Strömhacks í Uppsölum og Séamus O’Duilearga í Dyfl-
inni og sendi ráðuneytinu. Hvöttu þeir báðir eindregið, að
hafizt væri handa um þjóðfræðastofnun hið fyrsta. Enn gengu
bréf milli ráðuneytisins og deildarinnar (18. jan. 1960 hréf
ráðuneytisins, 22. febr. s. á. svar deildarinnar); lét ráðuneyt-
ið áhuga sinn á málinu í ljósi með svofelldum orðum: „Ráðu-
neytinu er Ijóst, að mikil og brýn verkefni eru fyrir hendi
á sviði íslenzkra þjóðfræða, og hefur fullan hug á að stuðla
að úrlausn þeirra eftir föngum. Eins og sakir standa telur
ráðuneytið, að þetta verði bezt gert með því að efla þá starf-
semi, sem hafin er á þessu sviði á vegum Þjóðminjasafnsins,
en þeirri stofnun eru á fjárlögum 1959 veittar 30 þúsund
krónur „til þjóðfræðasöfnunar“.“ Þess má geta, að þjóðminja-
vörður óskaði að halda söfnun sinni innan hins „etnologiska“
sviðs þjóðfræðanna og vildi ekki gera rugling, þegar hann hafði
nú fengið þessa smávægilegu fjárveitingu; er hvorttveggja
skiljanlegt sjónarmið. Hlaut nú frekari framkvæmd þessa
máls að bíða síns tíma.
Eins og sjá má, var hér reynt að vinna í haginn frá ýms-
um hliðum, en ef litið er á þetta allt saman, myndar það í
rauninni eina heild, enda er mér fullkunnugt um, að til voru
menn, sem sáu þetta allt sem eitt fyrirtæki, eina stofnun.
En reynsla af handritamálinu, áróðursaðferðum sumra manna
í Danmörku, sem létu einskis ófreistað að færa verk Islend-
inga á verra veg og gera þeirra hlut sem verstan, dró nokkuð
úr því, að þessi mál væru gerð að umræðuefni og ef til vill
deiluefni í hlöðum. I annan stað var auðsætt, að miklu auð-