Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 94
86
Ólafur Halldórsson
Skírnir
með samanburði texta þess og Flateyjarbókar að festa hend-
ur á viðaukum hennar, og er 62 því mjög þarft handrit í því
tilliti, en auk þess er texti þess yfirleitt mun betri en Flat-
eyjarbókar.
II
Sumt fólk þykist geta ráðið af skriftarlagi manna skapgerð
þeirra og mannkosti og jafnvel vaxtarlag og útlit. Þessi konst
kallast grafólógía og er af sumum mönnum talin til vísinda,
en aðrir skipa henni á bekk með stjömuspeki og miðilskukli.
En hvað sem því líður, er undarlegt hversu handrit verða
okkur misjafnlega hugþekk, og veldur því ekki ævinlega efni
það sem á þau er skrifað eða hversu stór þau em og ríkmann-
leg. Þetta munu flestir kannast við, sem fengizt hafa við hand-
ritarannsóknir; maður getur tekið ástfóstri við lítið handrit
og látlaust, en langað til að hnýta í suma mikilvirkustu skrif-
arana, stundum fyrir meðferð þeirra á texta, eða þá vegna
ósjálfráðrar andúðar á stafagerð þeirra og stafsetningu, enda
þótt þar eigi í hlut einhverjir mestu velgerðarmenn íslenzkra
bókmennta og handrit þeirra séu höfuðgersemar.
En 62 er skinnbók sem mér hefur orðið undarlega hlýtt til,
og að nokkm leyti af þeim sökum hef ég lagt mig í líma við
að reyna að grafa eitthvað upp um sögu hennar. Árangur
þeirrar leitar birtist í greinarstúf þessum, en þar sem þeim
mun fleiri ályktanir hafa verið dregnar af líkum sem minna
var um staðreyndir, vara ég alla menn við að festa um of
trúnað á niðurstöðumar.
Bók þessi hefur sætt harkalegri meðferð áður en hún komst
í eigu Árna Magnússonar. I henni eru nú 53 blöð, og er þeim
raðað í 5 kver. Venjulega eru 8 blöð í hverju kveri í íslenzk-
um skinnbókum (sbr. Handritaspjall Jóns Helgasonar, Reykja-
vík 1958, bls. 25), en sá háttur hefur ekki verið hafður á í 62,
heldur virðist svo sem 12 blöð hafi verið í flestum kverunum.
í kveri því sem nú er fremst í bókinni em 10 blöð, i öðru
kveri 12, því þriðja 15, fjórða 10 og því fimmta 6 blöð, en
bæði vantar í sum kverin og á milli þeirra, sem nú skal rakið.
Upphaf bókarinnar vantar, en til að komast að raun um