Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 207
Skírnir
Ritfregnir
195
de la Gardie greifi, þáverandi kanslari Svíarikis, bækur hans, og síðan
komst handritið í bókasafn Uppsalaháskóla. Nú greinir Grape frá notkun
handritsins og áhrifum textans í lærdómssögunni. Er gerð vandlega grein
fyrir öllu þessu lengi vel fram eftir og mjög mikið á því að græða, en
styttist nokkuð, þegar á líður, með ]>ví að Grape entist ekki aldur til að
vinna úr öllu þvi efni, sem hann hafði safnað.
Handritið hefur að geyma texta af Snorra-Eddu, mjög ruglingslegan,
en auk þcss er þar inn í miðju kafi Skáldatal, þar sem talin eru upp
fornskáld og sagt, um hverja þau hafi ort, ættartala Sturlunga, lögsögu-
mannatal og hin svonefnda önnur málfræðiritgerð. Auk þess er nokkuð
af vísum o. fl., sem eigi varðar texta Eddu, sumt með villuletri. Loks er
allmikið af kroti, einkum á blaðröndum. Enn má nefna, að hér og þar
eru myndir, og er kunnust þeirra teikningin af Ganglera, þegar hann
talar við Há, Jafnhá og Þriðja. Aðeins fás eins af þessu er getið hér í
formála, og bíður mest af því hinnar fornskriftarfræðilegu rannsóknar.
Skrift megintextans má heita hin snotrasta og býður af sér góðan
þokka. Talið er, að hún komi líka fram í broti af Barlaams sögu og Jósa-
fats (ÁM 231 fol. VII). Bæði þetta og sjálf skriftin mælir með því, að
skrifarinn hafi verið vanur, helzt af öllu atvinnuskrifari. Ef gefnar eru
gætur að texta Uppsalahandritsins, er torvelt að verjast þeirri hugsun, að
það sé verk manns, sem skrifar bókina fyrir sjálfan sig; hann virðist hafa
stytt textann frá því sem hann var í öndverðu, en auk þess fært til kafla,
eftir því sem honum bauð við að horfa í þann og þann svipinn, en stund-
um virðist hann hafa iðrazt og tekið þá aftur upp texta þann, sem hann
hafði horfið frá eða fellt niður. Hann hefur einnig tekið upp, þar sem
honum þóknaðist, ritkorn, sem ekki eiga heima í Eddu, svo sem fyrr var
sagt. Á hinn bóginn hefur textinn hér og þar ýmislegt til síns ágætis;
á sumum stöðum, t. a. m. í vísum, kemur það ósjaldan fyrir, að hann
hefur réttari leshætti en öll önnur handrit Snorra-Eddu. Af þessu er eðli-
legt að ráða, að handritið hafi verið skrifað nærri þar, sem frumrit Snorra
var varðveitt og þar sem til voru plögg úr fórum hans (því að þannig
verður að dæma um ritkomin, sem inn er skotið, hver sem hinn fyrsti
uppruni hvers þeirra er og hvernig sem með þau hefur verið farið). Nú
hefur fyrir langalöngu verið bent á, að með villuletri eru rituð á 92. blað-
síðu orðin: Gxnnbn. b. mkc. xfl. mb þx skb mkc. fccf. mbttx tbcb mkc.
fccf mxn þbt sbcb þkc. Hér er hver sérhljóður táknaður með eftirfarandi
samhljóð, og má þá lesa þessa klausu: Gunnarr á mic vel má þú siá mic
ecce máttu taca mic ecce mun þat saca þic. Þetta er ritað með sömu
hendi og meginhluti handritsins, og kann ég ekki að skilja það öðruvísi
en hér sé nafn ritara og fyrsta eiganda handritsins (nomen possessoris,
ejusdemque scriptoris, eins og Finnur Jónsson komst að orði í útgáfu
Árnasafns af Eddu). Hins vegar get ég ekki séð líkur til þess, að Gunnar
þessi sé Gunnar rásveinn, svo framt hann hefur verið Norðmaður að upp-